Andvari - 01.01.1990, Page 125
ANDVARI
LITBRIGÐI JARÐAR, LÍFS OG ORÐA
123
minnir á efnistök þýskra höfunda eftirstríðsáranna, napur veruleiki dreginn
saman í knappa einfalda sögu, sem sýnir mátt herveldis á óvæntan hátt:
þarna ræðst drengurinn að hermönnum með slöngubyssu sinni því hann ótt-
ast að þeir ætli sér að drepa móður hans.
Ólafur Jóhann Sigurðsson hafði ávallt fylgst náið með bandarískum bók-
menntum og er skemmst að minnast þess brautryðjendahlutverks, sem hann
gegndi í að koma verkum Johns Steinbecks á framfæri á íslandi. Hann þýddi
skáldsöguna Mýs og menn 1941 (önnur útgáfa breytt um 40 árum síðar) og
auk þess leikgerð sögunnar, sem sýnd var í Iðnó. Ólafur Jóhann sat fyrir-
lestra við Columbia-háskóla í New York frá áramótum fram á vor 1944. Sög-
una Myndin íspeglinum ogníunda hljómkviðan má rekja til Bandaríkjadval-
ar Ólafs. Þetta er eina smásaga hans, sem gerist erlendis. Þar segir frá því er
Elín Marta, falleg ung kona en grunnhyggin, fer á tónleika í Carnegie Hall í
New York og hlustar á níundu sinfóníu Beethovens undir stjórn útlagans
Bruno Walters. Ólafur Jóhann var unnandi tónlistar Beethovens; hún sam-
einaði margt í lífsviðhorfum hans: róttækni, fágun, mannlegar andstæður,
húmanisma. Lýsing hljóma í orðum, færsla tónlistar yfir í bókmenntir er
vandasöm eins og allur flutningur kennda á milli listgreina. En það eru
einmitt áhrif tónlistar Beethovens, sem eru viðfangsefnið í þessari sögu. Elín
Marta þekkir ekki andstæður heimsins, hún sér þær ekki, tekur aldrei eftir
þeim þótt hún hafi þær fyrir augunum á hverjum degi, hún horfir ekki í augu
svarta lyftuþjónsins, sem hún mætir daglega, blik hennar þekkir „hvorki
djúpan harm né myrka þjáningu“. Þessi saga er raunar eins og ljóð á köflum,
hughrif tónlistarinnar, skynjun Elínar Mörtu er færð yfir í búning ljóðsins;
þarna er enn eitt dæmið um litbrigðin í ritstíl Ólafs Jóhanns Sigurðssonar og
þau orð koma í hugann, sem eitt sinn voru höfð um annað skáld, sem einnig
átti fleiri liti í penna sínum en flest önnur, að í verkum hans „mynntust“
kenningarnar hver við aðra:
Tónar flautunnar röktu slóðir lítilla fóta eftir grænni döggvaðri sléttu, kunnug-
ar og friðsælar slóðir, sem sveigðust milli jurtanna, milli systkina og vina, en
strengjahljóðfærin virtust laða fram úr minningunni hin týndu sólris, þegar við
sáum brumhnappana springa, dýfðum andlitinu í lindina bak við hólinn og
heyrðum vötnin tala við fyrstu geislana yfir landinu.
Þessi saga um tónlist Beethovens er athyglisverð sakir málfarsins, líking-
anna, sem sóttar eru í bernskuheim skáldsins. Heil fegurð þessarar tónlistar
á sér hliðstæðu í þeirri heilu fegurð, sem finnst í íslenskri vornáttúru. Ólafur
Jóhann taldi sig ekki oft verða vitni að sólrisum í þessum heimi en þarna
finnur hann sólris: þarna er Beethoven og þarna er ísland, þarna er veröld
„hinnar æðstu fegurðar“.