Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1990, Page 125

Andvari - 01.01.1990, Page 125
ANDVARI LITBRIGÐI JARÐAR, LÍFS OG ORÐA 123 minnir á efnistök þýskra höfunda eftirstríðsáranna, napur veruleiki dreginn saman í knappa einfalda sögu, sem sýnir mátt herveldis á óvæntan hátt: þarna ræðst drengurinn að hermönnum með slöngubyssu sinni því hann ótt- ast að þeir ætli sér að drepa móður hans. Ólafur Jóhann Sigurðsson hafði ávallt fylgst náið með bandarískum bók- menntum og er skemmst að minnast þess brautryðjendahlutverks, sem hann gegndi í að koma verkum Johns Steinbecks á framfæri á íslandi. Hann þýddi skáldsöguna Mýs og menn 1941 (önnur útgáfa breytt um 40 árum síðar) og auk þess leikgerð sögunnar, sem sýnd var í Iðnó. Ólafur Jóhann sat fyrir- lestra við Columbia-háskóla í New York frá áramótum fram á vor 1944. Sög- una Myndin íspeglinum ogníunda hljómkviðan má rekja til Bandaríkjadval- ar Ólafs. Þetta er eina smásaga hans, sem gerist erlendis. Þar segir frá því er Elín Marta, falleg ung kona en grunnhyggin, fer á tónleika í Carnegie Hall í New York og hlustar á níundu sinfóníu Beethovens undir stjórn útlagans Bruno Walters. Ólafur Jóhann var unnandi tónlistar Beethovens; hún sam- einaði margt í lífsviðhorfum hans: róttækni, fágun, mannlegar andstæður, húmanisma. Lýsing hljóma í orðum, færsla tónlistar yfir í bókmenntir er vandasöm eins og allur flutningur kennda á milli listgreina. En það eru einmitt áhrif tónlistar Beethovens, sem eru viðfangsefnið í þessari sögu. Elín Marta þekkir ekki andstæður heimsins, hún sér þær ekki, tekur aldrei eftir þeim þótt hún hafi þær fyrir augunum á hverjum degi, hún horfir ekki í augu svarta lyftuþjónsins, sem hún mætir daglega, blik hennar þekkir „hvorki djúpan harm né myrka þjáningu“. Þessi saga er raunar eins og ljóð á köflum, hughrif tónlistarinnar, skynjun Elínar Mörtu er færð yfir í búning ljóðsins; þarna er enn eitt dæmið um litbrigðin í ritstíl Ólafs Jóhanns Sigurðssonar og þau orð koma í hugann, sem eitt sinn voru höfð um annað skáld, sem einnig átti fleiri liti í penna sínum en flest önnur, að í verkum hans „mynntust“ kenningarnar hver við aðra: Tónar flautunnar röktu slóðir lítilla fóta eftir grænni döggvaðri sléttu, kunnug- ar og friðsælar slóðir, sem sveigðust milli jurtanna, milli systkina og vina, en strengjahljóðfærin virtust laða fram úr minningunni hin týndu sólris, þegar við sáum brumhnappana springa, dýfðum andlitinu í lindina bak við hólinn og heyrðum vötnin tala við fyrstu geislana yfir landinu. Þessi saga um tónlist Beethovens er athyglisverð sakir málfarsins, líking- anna, sem sóttar eru í bernskuheim skáldsins. Heil fegurð þessarar tónlistar á sér hliðstæðu í þeirri heilu fegurð, sem finnst í íslenskri vornáttúru. Ólafur Jóhann taldi sig ekki oft verða vitni að sólrisum í þessum heimi en þarna finnur hann sólris: þarna er Beethoven og þarna er ísland, þarna er veröld „hinnar æðstu fegurðar“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.