Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 131

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 131
ANDVARI A SLÓÐUM LISTASKÁLDSINS 129 fundi 25. febrúar 1843. Þar vildi Konráð láta taka tillit til vilja höfunda varð- andi breytingar, og Jónas Hallgrímsson vildi ekki láta gera aðrar breytingar en þær sem „höfundur hefir gjört eður samþykkt“. (Sjá Eimreiðin XXXII, 275). Það er alkunna að skáldum er mjög umhugað um að rétt sé farið með skáldskap sinn, jafnvel þótt hann sé þess eðlis að hann ætti helst að liggja í þagnargildi. Jónas Hallgrímsson hefir örugglega ekki verið þar nein undan- tekning. Einu skjalfestu heimildina um breytingartillögur Brynjólfs og Kon- ráðs á kvæði Jónasar er að finna í bréfi frá Brynjólfi til hans 10. apríl 1844 þar sem sonnettan Ég bið að heilsa er til umræðu, og það er enginn skipunartónn í orðum Brynjólfs þegar hann segir: „En mætti ekki hafa „og“ fyrir „þau“... Konráði þykir „engillinn vera of kýmilegur, en orðið „söngvari“ líkar okkur ekki ...“ (Sjá Brynjólfur Pétursson: Bréf, 49). Rétt er að geta þess að Jónas tók flestar breytingartillögurnar til greina þegar kvæðið var prentað í Fjölni. Samt var ekkert hreyft við höfuðbúnaði engilsins og það sama gilti í útgáf- unni1847. Kvæðahandrit Jónasar voru í vörslu Brynjólfs og Konráðs eftir andlát hans. Þeir fengu Benedikt Gröndal til að skrifa þau upp til prentunar eftir áramótin 1846-47 og ljóðmælin komu út um vorið og virðast hafa siglt hrað- byri gegnum prentsmiðjuna. Prentsmiðjuhandritið er glatað og Gröndal getur prentvinnunnar að engu, en bæði Brynjólfur og Konráð voru vant við látnir um þetta leyti sem ljóðmælin voru í vinnslu svo að ólíklegt er að þeir hafi haft mikinn tíma aflögu til að liggja yfir breytingum sem þeir vildu gera án þess að hafa vísbendingar frá höfundi hendi nær. Að vísu má ekki gleyma að í fornritaútgáfum sínum valdi Konráð jafnan þann texta sem honum þótti bestur og hvarf þá frá einu handriti til annars til að fylgja fram þeirri stefnu, en hann bjó ekki nýjan texta til. Um meðferð textans í þessari útgáfu má því Segja að fræðilega séð sé hann meira „ortodoks“ en í fyrri útgáfum, en hins vegar sé sá galli á að vegna breytinganna sakni lesandinn vinar í stað endrum °g eins. Efst á Arnarvatnshæðum er enginn fákur lengur, heldur einungis klár. Ég get ekki að því gert að mér finnst breytingin spilla myndinni sem skáldið dró upp í kvæðinu. Þá er á það að líta að til eru tvö handrit að kvæð- inu og á öðru þeirra er ekki að finna þessa breytingu - klári í stað fáki, en í utgáfunni er einungis birt mynd af því handriti þar sem blýantslagfæringin er- (Sjá handritsmynd milli bls. 256 og 57 í Ritverk I). Ur því að eg er á annað borð farinn að ræða um kvæðatexta, dettur mér í hug síðara erindi kvæðisins: „Ég veit það eitt að enginn átti“ og „alaugun“ í annarri ljóðlínu síðara erindisins sem mörgum hefir orðið starsýnt á. Af þessum merkilegu augum er það helst að segja að þau koma hvergi fyrir í islensku máli nema þarna, samkvæmt seðlasafni orðabókar háskólans. Helgi Hálfdanarson ógnaði tilvist þeirra í íslensku máli með grein í Morgunblaðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.