Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Síða 132

Andvari - 01.01.1990, Síða 132
130 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI 30. nóvember 1979 sem bar yfirskriftina „Sveinn í djúpum dali“ og las í stað þess „almúginn“. Tilefnið var að Hannes skáld Pétursson háði erfiða glímu við þennan torlesna og torræða texta í bók sinni Kvœðafylgsni. Hann taldi að hér ætti að standa alaugum, en ekki alaugun eins og Matthías Þórðarson lét prenta, og þannig er það prentað í útgáfunni 1989. Vegna tilgátu Helga urðu blaðaskrif í Morgunblaðinu og lærðir menn fóru að rýna í handritið að nýju, en höfðu tæpast erindi sem erfiði. Hér er hvorki staður né stund til að rekja þau hjaðningavíg sem urðu vegna þessa orðs og stafkrókanna sem það er gert úr, en eg saknaði þess að ekki er frá þessu greint í skýringum við kvæðið. Úr því að eg nefni þetta kvæði má geta þess að glöggur maður benti mér á að e. t. v. mætti allt eins vel lesa freista í stað treysta síðast í þriðju braglínu síðara erindis. Jónas hafi ekki lært stafsetningu til landsprófs og ritað y þar sem það á ekki að vera! Um skýringarnar má margt segja og flestallt gott. Á víð og dreif í þeim er að finna góðar og gagnlegar athuganir sem auka þeim leti sem kynnu síðar meir að taka kveðskap Jónasar til allsherjar athugunar og eru hin mesta náma fróðleiks um einstök atriði sem tengjast kvæðunum. Pær bæta þannig að nokkru marki úr því að ekki var á einum stað gerð grein fyrir skáldferli Jónasar og þeirri byltingu sem hann olli í íslenskri ljóðagerð. Enginn, sem ekki hefir fengist við að vinna svona skýringar, veit hvað mikið eljuverk þær eru. Hættan á að misstíga sig leynist við hvert fótmál og ekki má trúa öllu þó að það standi á bók. Sem dæmi um þetta vil eg benda á skýringarnar við Vísur íslendinga. Þar taka útgefendur upp eftir Matthíasi Pórðarsyni að lag- ið Finis Poloniæ, sem var prentað sem lagboði, þegar kvæðið var sungið í fyrsta skipti í Hjartakérshúsum, muni vera sama lag og það sem síðar ruddi sér til rúms í íslenskum sönglagabókum og er eftir danska tónskáldið C. E. F. Weyse. (Ritverk IV, 119-20). Hér er um tvö ólík lög að ræða og Finis Polon- iæ varð að þoka fyrir lagi Weyse. Á síðari árum hljómar Finis Poloniæ stund- um á ný þegar kvæðið er sungið. í skýringum við Ávarp til stéttaþingsins í Vébjörgum (Ritverk IV, 252) segir svo: „Árið 1838 var haldið slíkt stéttaþing í Vébjörgum (Viborg) og voru fulltrúar íslendinga Finnur Magnússon og Peter Fjeldsted Hoppe“. Hér er málum blandað því að fulltrúar íslendinga áttu aldrei sæti á Vé- bjargaþingi á Jótlandi, heldur voru þeir tilnefndir af konungi til setu á þing- inu í Hróarskeldu sem kom einnig saman þetta ár. Ávarpinu var því ekki beint til þeirra. Þó að lítið sé er skylt að leiðrétta Ritverk IV, 126 að sá hluti bréfs Finns Magnússonar til Bjarna amtmanns Þorsteinssonar sem greinir frá drukknun Skafta Tímóteusar Stefánssonar er prentaður sem skýringargrein við bréf frá Ingibjörgu Jónsdóttur til Magnúsar Eiríkssonar 18. ágúst 1836. (Konur skrifa bréf 89).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.