Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1997, Page 10

Andvari - 01.01.1997, Page 10
8 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI manna. En Nordal vék einnig að kirkjunni í erindaflokknum með þeim hætti að athygli vakti og andmæli kirkjunnar þjóna. Hann sagði: Eg fæ ekki betur séð en kristnin sé að kulna út meðal almennings. Ef áhrif hennar fara jafnþverrandi nœstu 60 árin eins og síðustu 60 árin, getur hún haldið afmæli sitt árið 2000 með því að standa hér um bil í sömu sporum og hún var eftir ræðu Þorgeirs Ljósvetningagoða, nema hvað kæruleysið verður orðið miklu meira, því að á alþingi árið 1000 var þó deilt um hana. Þetta virðast allir vita, nema ef vera skyldu prestarnir. Fólk snýr að þeim spariandliti við venjubundnar athafnir. Þetta er óþolandi ástand. Það veldur glundroða í hugsun, hræsni og andlegum doða að hafa aðra eins stofnun, sem opinberlega er falin sálgæzla þjóðarinnar, en mikill meiri hluti hennar tekur ekki mark á í fullri alvöru. Og við höfum ekkert betra fengið í stað kristninnar, sem nái til almennings. Hvað veldur þessu? Það er ekki guði að kenna. Lífsgildi trúarbragðanna er jafnmikið nú og fyrr. Það er ekki þjóðinni að kenna. Trúarþörfin er jafnmikil og áður. Það er kirkjunni og prestunum að kenna. Neisti heilags anda er að kafna í ösku útbrunninna kenninga og siða. Enginn andlegur leiðtogi hefur haft djörfung og þrek til að moka öskunni burt. Og þess er ekki að vænta af leikmönnunum, að þeir kunni betur að greina milli hismis og kjarna. Ný lífsskoðun sækir á, og henni er veitt viðtaka í hálfgerðum svefnrofum, þó að hún svali ekki heldur þeim þorsta, sem mönnum býr í brjósti. (Líf og dauði, 1940, 27-28) Þessi hvössu orð Sigurðar Nordals eru vissulega enn umhugsunarverð. Ver- aldarhyggjan hefur mjög aukið veldi sitt síðan þau voru mælt, en aðstæður eru breyttar og því engan veginn víst að spásögn hans standist alls kostar. Hann gat auðvitað ekki fremur en aðrir séð fyrir þjóðfélagsþróunina. Síðan er það nokkuð hált þegar talið er að „áhrif kristninnar“ fari mjög þverr- andi. Þjóðfélag okkar er vitaskuld markað af kristnum áhrifum og kristilegt siðgæði hefur mótað menninguna. Um þá hluti er almenn samstaða í þjóð- félaginu. Hins vegar er, eins og áður var drepið á, rík tilhneiging til að greina kirkju og kristni skýrlega sundur og það gerir Nordal líka í sínum er- indum. Menn telja sig kristna þótt þeir hafni kirkjunni í raun, en tómlætið birtist í því að ekki er heldur talin ástæða til að berjast gegn henni. Þess vegna eru deilur um kristni og kirkju fátíðar hjá okkur. Ekki ber að harma það, síst þegar litið er til hörmulegra trúarbragðaátaka og jafnvel styrjalda með öðrum þjóðum, en deilurnar eru þó alltaf lífsmerki. Oumdeild stofnun verður tíðum stofnun sem fáir ætlast til nokkurs af. Þess vegna er engin ástæða fyrir kirkjunnar menn til að hliðra sér hjá deilum. Á stofnun þeirra ekki að vera „stríðandi kirkja“? Þegar Sigurður samdi erindi sín var hin svonefnda nýguðfræði ráðandi innan kirkjunnar. Um miðja öldina breyttist það og önnur stefna, sem nefnd hefur verið nýrétttrúnaður, ruddi sér til rúms, einkum fyrir tilstilli Sigurbjörns Einarssonar biskups, sem án nokkurs vafa er áhrifamesti kirkjuleiðtogi Islendinga á síðari hluta aldarinnar. Ádeila Sigurðar Nordals á slappleika nýguðfræðinnar er af sömu rót og málflutningur hans í frægri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.