Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2000, Page 8

Andvari - 01.01.2000, Page 8
6 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI Minn mikli draumur er sá, að geta leitt þessa þjóð fram fyrir drotninguna, veröldina, og geta sagt: Líttu á hana, drotning mín! Hún er ung eins og tvítug kona. Hún er glæsileg, eins og sólskin á sumarmorgni. Hún er ný, eins og stundin, sem er að líða. Hún stendur hér og krefst þess að verða tekin til greina. Og hvernig hefir henni auðnast að verða svona, drotning mín? hugsa ég mér að segja. Hún hefir klætt líkama sinn og sál úr fornaldar-flíkunum. Hún hefir losað sig við alt draslið, alt fornaldarskranið, sem hlaðist hefir utan um hana og byrgt fyrir henni útsýnið og ætlað að kæfa hana. Hún á engan Egil Skallagrímsson lengur, og engan Kjartan, og enga Guðrúnu Ósvífursdóttur, og enga Njálu, og engan Þorgeir Ljósvetn- ingagoða, og engan Gissur jarl, og engan Gamla sáttmála, og engan holdsveikan Hallgrím Pétursson, og engan Jónas Hallgrímsson, og enga dreymandi, rýngjarna, yrkjandi ónytjunga, og engan Þingvöll, og engar erfikenningar, og engar endurminn- ingar, og enga sögu. Hún hefir þurkað sína sögu upp, eins og menn þurka upp vatns- sopa, sem skvett hefir verið á gólfið. Grímur flytur þannig fagnaðarboðskap um lausn undan byrði sögunnar, enda sé öll saga íslensku þjóðarinnar um ósigur. Þjóðin eigi umfram allt ekki að stinga höfðinu ofan í dimman kjallara þegar raflýstar stofur bíði á fyrsta lofti: Á þeirri stund, sem henni fór loksins að skiljast það, að hún ætti að leggja allan sinn mátt og alla sína sál í það að verða auðug þjóð, lét hún alt draslið í poka og sökti því niður í ginnungagap gleymskunnar, langt, langt fyrir utan alla landhelgi. Og nú þarf hún ekki á annað að horfa en rennsléttar, fagurgrænar grundir nútíðarinnar og skín- andi blá háfjöll framtíðarinnar. (Einar H. Kvaran: Ritsafn III, 1944, bls. 224-25) Ekki verður annað sagt en Einar H. Kvaran sýni Grími, talsmanni hins nýja tíma framfaranna, fulla virðingu, enda er hann verðugur andstæðingur Þorgeirs, sem fer með sigur af hólmi í átökum þeirra. En að leikslokum heitir Grímur því að halda áfram baráttunni fyrir því að leiða þjóðina inn í nýja tímann og frelsa hana úr áþján sögunnar. Nýtt dæmi um það hvernig menn reyna að afneita sögunni eða að minnsta kosti breiða yfir hana til að hagræða fyrir sér í samtímanum er sú menntastofnun sem áður hét Samvinnuskólinn, síðan Samvinnuháskólinn. Hann á að baki merka sögu í rúm áttatíu ár, var stofnaður og lengi starf- ræktur af einni áhrifamestu félagsmálahreyfingu aldarinnar. Nú er stjórn hans í höndum ýmissa fyrirtækja. Samvinnuháskólinn varpar nafni sínu fyr- ir borð, enda var það farið að „hefta“ hann að sögn forráðamanna, en þeir segjast líta á nemendur sína sem „viðskiptavini“. Þannig er menntahug- sjónin á Bifröst um aldamót. Samkvæmt henni þvær skólinn af sér uppruna sinn sem félagsmálaskóli, heitir eftirleiðis Viðskiptaháskóli og á þannig væntanlega „óheftan“ leik á markaðstorginu. X
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.