Andvari - 01.01.2000, Page 13
SIGRÍÐUR TH. ERLENDSDÓTTIR
Anna Sigurðardóttir
í ævintýrinu vaknaði Þyrnirós prinsessa af 100 ára svefni við það að konungs-
sonur kyssti hana. Þið, prinsessur 20. aldar, hafið sofið miklu fastar í meir en
100 ár. Margir hafa reynt að vekja ykkur, bæði prinsar með kossi og vinnukon-
urnar í höllinni í alvöruævintýri nútímans, þær sem ekki voru stungnar svefn-
þorni. . . Vinnukonurnar hafa verið vakandi í meira en hundrað ár og þær
hafa sífellt verið að reyna að vekja ykkur af þessum Þyrnirósarsvefni en þið
sváfuð áfram. Stundum rumskuðuð þið augnablik og senduð þá vinnukonun-
um illt auga og umluðuð svefndrukknar eða jafnvel æptuð: Kvenréttindakerl-
ingar, þið haldið þó ekki að við séum kvenréttindakonur? Engin vekjara-
klukka virtist megna að vekja ykkur. Svo réðist allt í einu inn í þyrnigerðið
ykkar nokkur hópur tiltölulega fáfróðra kvenna í rauðum sokkum og stilltu
vekjaraklukkur í Hollandi, Danmörku og USA svo hátt að þið vöknuðuð og
klædduð ykkur í rauða sokka og þið hélduð að eitthvað nýtt hefði átt sér stað.
En það hafði ekkert nýtt komið fyrir nema hávaði og rauðir sokkar. Ekkert
nýtt kom fram í dagsljósið sem vinnukonurnar höfðu ekki verið margbúnar að
tala um eða nýfarnar að reyna að vekja athygli ykkar á. Ég get trútt um talað
því að ég er ein í hópi vinnukvenna og hef verið þar í næstum aldarfjórðung.
Það var að minnsta kosti gott að klukkur rauðsokkanna erlendis glumdu
svo hátt að þið vöknuðuð. Aðalatriðið er að þið eruð vöknuð til meðvitund-
ar um misréttið milli karla og kvenna. Ég fagna því en ég hefði óskað að það
hefði gerst miklu fyrr. . . .'
Sú sem kvað svo fast að orði var Anna Sigurðardóttir á opnum
kynningarfundi í Rauðsokkahreyfingunni í Norræna húsinu 19. októ-
ber 1970. Og hún bætti við að í meira en hundrað ár hefðu kvenrétt-
indafélögin á Norðurlöndum og Alþjóðasamtök kvenréttindafélaga,
sem íslenskar konur hefðu verið hluti af frá því í byrjun aldarinnar,
fjallað um öll málefni sem rauðsokkur virtust telja sig hafa uppgötv-
að. Hún lauk máli sínu á því að segja: „En það er fyrir mestu að þið
eruð vöknuð og að þið stefnið að takmarkinu um jafnrétti og jafn-
stöðu kvenna og karla almennt og að sjálfsögðu einnig milli hjóna.
Enn er langt í land. Það má ekki leggja árar í bát.“2 Það var einmitt á
þessum fundi að hugmyndin um að konur legðu niður vinnu til að