Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2000, Síða 18

Andvari - 01.01.2000, Síða 18
16 SIGRÍÐUR TH. ERLHNDSDÓTTIR ANDVARI skólann á Blönduósi, en Elín Briem var þá skólastjóri, og stundaði nám þar veturinn 1901-1902. Þar vaknaði skilningur hennar á gildi skólamenntunar. Veturinn sem Ásdís var í Kvennaskólanum var Sig- urður Þórólfsson í lýðskólanum í Askov og draumurinn um skóla af því tagi hér á landi orðinn til. Ásdís og Guðrún systir hennar, sem seinna giftist Tómasi Tómassyni frá Reyðarvatni á Rangárvöllum, fóru í kvöldskólann sem áður er nefndur þegar hann hafði starfað einn vetur í Reykjavík, en þar áttu þær alla ættingja í móðurætt. Þeg- ar Sigurður tók að sér að veita unglingaskólanum í Búðardal for- stöðu héldu þær þangað, Guðrún var þar nemandi í tvo vetur en Ásdís einn og húsmóðir í skólanum síðari veturinn því að hún giftist skólastjóranum um haustið 1904. Ráku þau hjónin skólann í Búðar- dal fyrri hluta vetrarins en síðari hluta í Hjarðarholti. Sumarið 1905 var Ásdís við hússtjórnarnám í Hússtjórnarskóla Hólmfríðar Gísla- dóttur í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík meðan Sigurður gekk frá jarðarkaupum á Hvítárbakka og undirbjó skólahaldið. Um Ásdísi var sagt að hún hafi verið „glæsileg kona í sjón og valkvendi í raun, sem maður dáir og metur því meir, sem kynni verða nánari og lengri.“14 Hér er rétt að minna á að á síðari hluta 19. aldar voru settar fram til- lögur um alþýðuskóla í frjálsu formi fyrir unglinga og komust sumar þeirra í framkvæmd um lengri eða skemmri tíma. Einn helsti talsmaður lýðskóla var Guðmundur Hjaltason (1853-1919) kennari sem hélt al- þýðuskóla á Akureyri, Litlahamri og Laufási við Eyjafjörð á níunda áratug 19. aldar. Dóttir hans er Sigurveig, sem varð skólasystir og vin- kona Önnu. Formlega voru héraðsskólar stofnaðir með lögum 1929 en nokkrir þeirra voru reistir á grundvelli unglinga- og alþýðuskóla sem starfræktir höfðu verið um nokkurt skeið.15 Einn þeirra var Hvítár- bakkaskóli. Sigurður rak skólann af dugnaði og ósérplægni til ársins 1920 þegar hann varð að hætta störfum vegna heilsubrests. Á þessum tímum áttu efnalitlir unglingar fárra kosta völ til að afla sér menntunar umfram skyldunám og fyllti skólinn því þarfir margra. Þetta var tveggja ára nám, skólinn var vel sóttur, kennsla þótti góð og námsvist ódýr.16 Sigurður byrjaði á því að reisa hús yfir nemendur skólans en þeir voru 14 fyrsta veturinn, víða að af landinu, þar af sex stúlkur. í þau 15 ár sem Sigurður stjórnaði Hvítárbakkaskóla sóttu skólann alls 319 nemendur, þar af 99 stúlkur. Meðalaldur nemenda var um 20 ár. Eins og venja var við lýðskóla á Norðurlöndum tíðkuðust ekki próf við skólann, en skólastjóri var skyldugur að veita nemendum vottorð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.