Andvari - 01.01.2000, Side 19
andvari
ANNA SIGURÐARDÓTTIR
17
um hegðun, námfýsi, framfarir og námshæfileika ef þeir óskuðu þess.
Sigurður þótti góður kennari og stjórnsamur skólastjóri og var virtur
af nemendum og samstarfsmönnum. Ýmsum þótti hann fara ótroðn-
ar slóðir í skólamálum og nokkrum langskólagengnum mönnum
fannst skólaganga hans stutt. Engu að síður þótti jafnan menningar-
auki að hafa verið á Hvítárbakkaskóla.17 Ásdís lét sér annt um skól-
ann og studdi hann dyggilega. Við hlið manns síns átti hún merkan
þátt í uppeldisstarfinu sem húsfreyja á stóru heimili, nemendur virtu
hana mikils og bundust vináttuböndum við heimili skólastjórans.18
Anna sagði að faðir hennar hafi ekki talið konur standa að baki
körlum að greind og meðal gáfuðustu nemenda sinna nefndi hann
engu síður stúlkur en pilta. Kristín Ólafsdóttir, sem fyrst kvenna hér
á landi lauk prófi í læknisfræði 1917, hafði verið nemandi hans í skól-
anum í Búðardal og glöddust foreldrar Önnu yfir framgangi hennar.
í*á var þess minnst á heimilinu að konur hefðu fengið rétt til allra
embætta 1911. Viðhorf foreldranna mótuðu hugmyndir Önnu þegar í
barnæsku eins og fram kemur í orðum hennar: „Eg var þá á níunda
ári og ég hugsaði mér að verða fyrsti kvenprestur á íslandi.“19 Þótt sá
æskudraumur rættist ekki varð Anna frumkvöðull á öðru sviði þegar
fram liðu stundir.
Systkini Önnu eru séra Þorgrímur Vídalín á Staðastað (1905-
1983), giftur Áslaugu Guðmundsdóttur, Hrefna (1907-1908), Guð-
mundur Axel (1911-1931) stud. jur., Guðrún (1912-1995), giftist Jóni
Eiríkssyni lækni, Margrét (f. 1914), giftist Þórði Guðmundssyni versl-
unarmanni, Aðalheiður (1915-1998), giftist Jóni Sigurgeirssyni stýri-
manni (d. 1944), s. m. Skarphéðinn Magnússon verslunarmaður, Sigur-
mar Ásberg (1917-1990), lögfræðingur, bæjarfógeti og alþingismaður
giftur Sólveigu Jónsdóttur, Áslaug, (f. 1919), leikskólastjóri, gift
Hauki Hafstað bónda og Valborg (f. 1922), uppeldisfræðingur og
skólastjóri, gift Ármanni Snævarr, prófessor og hæstaréttardómara.
Af framansögðu sést að allir bræður Önnu fóru í langskólanám en
systurnar í styttra nám ef frá er talin yngsta systirin, Valborg. Tvær
systurnar luku gagnfræðaprófi frá MR, ein fór í Kvennaskólann og í
kennaranám til Bandaríkjanna. Þær giftust allar eins og hér kemur
fram. Hálfsystir Önnu, Kristín Lovísa, varð alþingismaður fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í Reykjavík 1949-1953 og giftist Karli Bjarnasyni
varaslökkviliðsstjóra.
Anna fæddist á Hvítárbakka þegar faðir hennar var skólastjóri