Andvari - 01.01.2000, Page 30
28
SIGRÍÐUR TH. ERLENDSDÓTTIR
ANDVARI
hans, prestsfrúin í Stöð, sá um útsölu blaðsins þar í sveitinni. Á þeim
stöðum sem Skúli lærði og starfaði um ævina var meira jafnrétti með
konum og körlum en víðast hvar annars staðar í þjóðlífinu. Hér er
átt við Alþýðuskólann á Hvítárbakka, Kennaraskóla Islands og er-
lenda lýðskóla sem Skúli var í, enn fremur voru konur hvattar til
þátttöku í ungmennafélögunum og í lögum þeirra kveðið á um að
vinna að jafnrétti karla og kvenna á þeim vettvangi. Þá var í kennara-
stétt jafnrétti að lögum frá 1919 í launum og eftirlaunum.54 Anna
sagði um Skúla: „Þegar ég gifti mig fannst mér bóndi minn hafa
miklu betra jafnréttisskyn en ég.“55 Skúli sýndi hug sinn í verki þegar
hann varð fyrsti karlmaðurinn sem gekk í Kvenréttindafélag íslands
1972 eftir að karlar fengu til þess tilskilið leyfi með breytingu á lög-
um félagsins.
Haustið 1939 fluttust þau búferlum austur á land þegar Skúli varð
skólastjóri við Barnaskólann á Eskifirði sem síðar varð barna- og
unglingaskóli. Viðbrigðin frá Austurbæjarskólanum voru mikil en
hann lét ekki deigan síga og kom á ýmsum nýjungum í skólanum
sem hann hafði tileinkað sér á sínum fyrra vinnustað, til dæmis
vinnubókagerð, og hann fór með nemendur í ferðir til að kynnast
náttúru og sögu Austfirðingafjórðungs eftir því sem unnt var. Allir
sem til þekktu hafa lokið miklu lofsorði á starf hans eins og Þor-
steinn sonur hans hefur greint frá í ágætri grein í bókinni Faðir minn
skólastjórinn,56
Þegar hins vegar hugsað er til Önnu sem fluttist með manni sínum
frá vaxandi höfuðstaðnum þar sem hún hafði verið útivinnandi sjálf-
stæð kona um margra ára skeið og notið aukins svigrúms til athafna,
hafði dvalist og forframast í háborg menningarinnar, Berlín, og
kynnst þar leikhúslífi og ýmsum menningarviðburðum, læðist sú
hugsun að hvort slíkur flutningur hafi ekki verið nær óbærilegur.
Hún var komin á hjara veraldar, fjarri fjölskyldu sinni og vinum. Á
Eskifirði sér ekki til sólar frá lokum nóvember fram í miðjan janúar
þegar sólin birtist á ný - og sólin sest þar ekki í sjóinn, fjöllin skyggja
á. „Héðan að sjá / lykjast fjöllin / allt í kring / Eski skyggir á kvöld-
roðann / Hólmatindur á sólina / í suðurátt / vetrardægrin löng /
Svartfjall / ógnar í norðri.“57
Með þetta ljóð Önnu í huga er aðdáunarvert að kynnast því
hvernig hún tókst á við lífið á þessum afskekkta stað og ekki einleik-
ið hverju hún fékk áorkað þar eystra.