Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 30

Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 30
28 SIGRÍÐUR TH. ERLENDSDÓTTIR ANDVARI hans, prestsfrúin í Stöð, sá um útsölu blaðsins þar í sveitinni. Á þeim stöðum sem Skúli lærði og starfaði um ævina var meira jafnrétti með konum og körlum en víðast hvar annars staðar í þjóðlífinu. Hér er átt við Alþýðuskólann á Hvítárbakka, Kennaraskóla Islands og er- lenda lýðskóla sem Skúli var í, enn fremur voru konur hvattar til þátttöku í ungmennafélögunum og í lögum þeirra kveðið á um að vinna að jafnrétti karla og kvenna á þeim vettvangi. Þá var í kennara- stétt jafnrétti að lögum frá 1919 í launum og eftirlaunum.54 Anna sagði um Skúla: „Þegar ég gifti mig fannst mér bóndi minn hafa miklu betra jafnréttisskyn en ég.“55 Skúli sýndi hug sinn í verki þegar hann varð fyrsti karlmaðurinn sem gekk í Kvenréttindafélag íslands 1972 eftir að karlar fengu til þess tilskilið leyfi með breytingu á lög- um félagsins. Haustið 1939 fluttust þau búferlum austur á land þegar Skúli varð skólastjóri við Barnaskólann á Eskifirði sem síðar varð barna- og unglingaskóli. Viðbrigðin frá Austurbæjarskólanum voru mikil en hann lét ekki deigan síga og kom á ýmsum nýjungum í skólanum sem hann hafði tileinkað sér á sínum fyrra vinnustað, til dæmis vinnubókagerð, og hann fór með nemendur í ferðir til að kynnast náttúru og sögu Austfirðingafjórðungs eftir því sem unnt var. Allir sem til þekktu hafa lokið miklu lofsorði á starf hans eins og Þor- steinn sonur hans hefur greint frá í ágætri grein í bókinni Faðir minn skólastjórinn,56 Þegar hins vegar hugsað er til Önnu sem fluttist með manni sínum frá vaxandi höfuðstaðnum þar sem hún hafði verið útivinnandi sjálf- stæð kona um margra ára skeið og notið aukins svigrúms til athafna, hafði dvalist og forframast í háborg menningarinnar, Berlín, og kynnst þar leikhúslífi og ýmsum menningarviðburðum, læðist sú hugsun að hvort slíkur flutningur hafi ekki verið nær óbærilegur. Hún var komin á hjara veraldar, fjarri fjölskyldu sinni og vinum. Á Eskifirði sér ekki til sólar frá lokum nóvember fram í miðjan janúar þegar sólin birtist á ný - og sólin sest þar ekki í sjóinn, fjöllin skyggja á. „Héðan að sjá / lykjast fjöllin / allt í kring / Eski skyggir á kvöld- roðann / Hólmatindur á sólina / í suðurátt / vetrardægrin löng / Svartfjall / ógnar í norðri.“57 Með þetta ljóð Önnu í huga er aðdáunarvert að kynnast því hvernig hún tókst á við lífið á þessum afskekkta stað og ekki einleik- ið hverju hún fékk áorkað þar eystra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.