Andvari - 01.01.2000, Page 36
34
SIGRÍÐUR TH. HRLENDSDÓTTIR
ANDVARI
og stöðu kvenna og brátt leið að því að hún beitti sér svo um munaði
í jafnréttismálum á staðnum.
Kvenréttindafélag Eskifjarðar
Þriðjudagskvöldið 21. mars 1950 boðaði Anna til opinbers kvenna-
fundar í samkomusal Ungmennafélagsins Austra á Eskifirði í þeim
tilgangi að stofna þar kvenréttindafélag.82 Allar konur 16 ára og eldri
voru hvattar til að mæta hvort sem þær hefðu í hyggju að gerast fé-
lagar eða ekki. Anna benti á í ávarpsorðum að konur þyrftu enn að
berjast fyrir réttindum sínum því mikið vantaði á að konur og karlar
stæðu jafnfætis, til dæmis hvað varðaði laun og tækifæri til mennt-
unar. Kvenfélög hefðu annað að leiðarljósi en jafnréttismál og því
hefði setið á hakanum „að efla andlegan þroska félaganna, þjálfa
hug þeirra til sjálfstæðra starfa og koma fram með hugsanir sínar á
skipulegan hátt.“ Engum hafði áður dottið í hug að orða slíkar kröf-
ur hvað þá að efna til samtaka kvenna í þessum tilgangi á Eskifirði.
Hér kom Anna fram með hugmyndir sem ekki voru orðaðar aftur
fyrr en tæpum tveimur áratugum síðar með nýju kvennahreyfing-
unni. Félagið var stofnað þetta kvöld og nefndist Kvenréttindafélag
Eskifjarðar (KRFE) og jafnframt voru lög félagsins samþykkt. Fund-
urinn var allfjölmennur, nítján konur mættu, en stofnendur gerðust
aðeins ellefu, aðallega ungar konur. Anna var kjörin formaður, Sig-
rún Sigurðardóttir ritari og Magnea Magnúsdóttir gjaldkeri. Smám
saman fjölgaði í félaginu og urðu félagar flestir 30 talsins. Markmið
félagsins voru eins og segir í 2. gr. laga þess: a) að kynna félagskon-
um réttarstöðu íslenskra kvenna og framþróun kvenréttindabarátt-
unnar, svo og að ræða þau réttindamál sem enn eru óleyst, b) að efla
félagsþroska meðlima sinna og c) að aðstoða konur á félagssvæðinu
við að ná rétti sínum ef þörf gerist. Félagið var frá upphafi deild í
KRFI og starfaði í samræmi við stefnuskrá þess og markmið, enn
fremur í Sambandi austfirskra kvenna (SAK) og þar með aðili að
Kvenfélagasambandi íslands (KÍ).83 KRFE var eina kvenréttinda-
félagið sem starfaði úti á landi á þessum árum. Anna hafði undirbúið
sig vel því að sama ár og hún stofnaði félagið fór hún á námskeið í
Bréfaskóla SÍS í fundarstjórn og fundarreglum.84