Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2000, Side 50

Andvari - 01.01.2000, Side 50
48 SIGRÍÐUR TH. ERLENDSDÓTTIR ANDVARI þegar konur eru sífellt á verði og fylgiast vel með öllum aðgerðum opinberra aðila. Við gerð laga frá 1971 um almannatryggingar var tekið mið af ýmsum grundvallaratriðum í tillögum KRFI um trygg- ingamál. Lagfæringar hafa síðan verið gerðar og það sem mesta um- ræðu hefur hlotið er fæðingarorlofið sem er einn veigamesti þáttur- inn í að bæta félagslegar aðstæður kvenna. Þegar hér er komið sögu var Anna komin yfir sextugt. Hún átti að baki mikið starf að réttindamálum kvenna eins og greint hefur verið frá og hafði rutt brautina fyrir konur á mörgum sviðum. Hún hafði lifað „öðruvísi“ lífi. Langflestar samtíðarkonur hennar, sem á annað borð giftust, höfðu helgað líf sitt húsmóðurstörfum og umönnun barna og aldraðra inni á heimilinu. Anna hafði hvatt til dáða og upp- örvað margar konur sem vildu vinna að kvenfrelsismálum en skorti reynslu og sjálfstraust; stór hópur hafði þegið holl ráð og hvatningu frá henni. Og það sem meira er: hún átti frumkvæði að starfi Uanna. Var það allt vissulega ærið ævistarf þegar miðað er við samtíðarkon- ur hennar langflestar. Hún var hins vegar fjarri því að láta deigan síga og átti enn eftir að hasla sér völl á áður óþekktu sviði sem aflaði henni frægðar og virðingar innanlands sem utan. Kvennasögusafn íslands Áhugi á kvennasögu kom fram á sjöunda og áttunda áratug 20. aldar víða um heim og liggja til þess einkum þrjár ástæður. í fyrsta lagi hafði áhugi sagnfræðinga á valdalausum hópum, hinum nafnlausu, farið vaxandi um nokkurt skeið. Þegar tekið var að leita að hópum án pólitískra valda komu konur fram. Jafnframt hafði sögusviðið breikkað og farið var að víkja að fleiri þáttum mannlífsins, þar á meðal fjölskyldusögu sem leiddi konur fram í dagsljósið. í öðru lagi voru ríkjandi viðhorf endurskoðuð og leitað var til fortíðar til að öðl- ast skilning á stöðu okkar í samtíðinni. Á sama hátt og Jón Sigurðs- son beitti sögulegum rökum í sjálfstæðisbaráttunni hafa jafnréttis- sinnar leitað til fortíðar að haldgóðum rökum í baráttu sinni fyrir jafnrétti kynjanna. í þriðja lagi var nýja kvennahreyfingin sterkt bakland og lagði áherslu á þörfina á að vita meira um sögu kvenna fyrr á tímum og þar með benda á aðferðir til frelsunar. Sú þörf jók
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.