Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2000, Side 51

Andvari - 01.01.2000, Side 51
andvari ANNA SIGURÐARDÓTTIR 49 áhuga á kvennasögu.130 Sagnfræðingar, konur og karlar, fóru að horfa gagnrýnum augum á söguna og hófu rannsóknir til að leita beinlínis að sögu kvenna. Vilborg Dagbjartsdóttir orðaði það svo eft- irminnilega: „Hvar er langamma? Hvar er amma? Hvar er mamma? Hvar er ég sjálf? Vorum við kannske aldrei til?“131 Anna Sigurðardóttir var þeirrar skoðunar eins og hér hefur komið fram að konur væru fullgildir einstaklingar og ættu hlutdeild að þró- un samfélagsins til jafns við karla og hún vildi gefa þeim sögu löngu áður en orðið kvennasaga varð til. Hún vildi að allir ættu sér sögu, konur jafnt sem karlar, og henni var fullkunnugt um að ekki hafði verið hirt um að halda sögu kvenna til haga eða skrá hana. Henni fannst saga af konum sem fengust við uppeldi og matreiðslu eiga jafnmikinn rétt á sér og saga hins opinbera stjórnmálalífs þar sem karlar voru. Eins og þeir sem fengist hafa við þennan þátt þjóðarsög- unnar vita eru heimildir um sögu kvenna brotakenndar, þær eru á víð og dreif og þeirra þarf að leita víða. Þá getur verið erfitt að túlka þær. Þessu gerði Anna sér grein fyrir og austur á Eskifirði tók hún að halda til haga öllu sem hún fann og tengdist með einhverjum hætti sögu kvenna. Hún sagði sjálf að elstu úrklippurnar væru frá 1946.132 Kvennasaga var henni þá óþekkt hugtak. Fyrsta ráðstefna á Norðurlöndum og kannski víðar, sem eingöngu fjallaði um hina gleymdu sögu kvenna, var haldin í Österström í Norður-Svíþjóð 1957. Þar ræddi guðfræðingurinn Ester Lutteman um rannsóknir sínar á Biblíunni en þetta var áður en sænskar konur gátu fengið prestvígslu. Asta Ekenvall greindi þar frá fordómum fyrri tíma um að konur væru körlum síðri að andlegu atgervi, Karin Westman Berg talaði um hvernig hin gleymda saga kvenna birtist í fagurbókmenntum og Helge Stene fjallaði um kennslubækur, hvern- ig þær sniðgengu konur, einkum sögukennslubækur. „Það gerðist eitthvað á þessum fundi“, sögðu konur eftir á.133 Tæpum áratug síðar, á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur 27. september 1966, sá Menningar- og minningarsjóður kvenna um út- varpsdagskrá sem nefndist „Um rannsóknir kvenna í sagnfræði og ís- lenskri menningarsögu.“ Þar voru kynntar sjö konur sem unnið höfðu að rannsóknum og fræðistörfum: Arnheiður Sigurðardóttir magister, Elsa E. Guðjónsson magister, Karólína Einarsdóttir cand. mag., Nanna Ólafsdóttir magister, dr. Ólafía Einarsdóttir sagnfræð- mgur, dr. Selma Jónsdóttir listfræðingur og Steinunn Stefánsdóttir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.