Andvari - 01.01.2000, Síða 51
andvari
ANNA SIGURÐARDÓTTIR
49
áhuga á kvennasögu.130 Sagnfræðingar, konur og karlar, fóru að
horfa gagnrýnum augum á söguna og hófu rannsóknir til að leita
beinlínis að sögu kvenna. Vilborg Dagbjartsdóttir orðaði það svo eft-
irminnilega: „Hvar er langamma? Hvar er amma? Hvar er mamma?
Hvar er ég sjálf? Vorum við kannske aldrei til?“131
Anna Sigurðardóttir var þeirrar skoðunar eins og hér hefur komið
fram að konur væru fullgildir einstaklingar og ættu hlutdeild að þró-
un samfélagsins til jafns við karla og hún vildi gefa þeim sögu löngu
áður en orðið kvennasaga varð til. Hún vildi að allir ættu sér sögu,
konur jafnt sem karlar, og henni var fullkunnugt um að ekki hafði
verið hirt um að halda sögu kvenna til haga eða skrá hana. Henni
fannst saga af konum sem fengust við uppeldi og matreiðslu eiga
jafnmikinn rétt á sér og saga hins opinbera stjórnmálalífs þar sem
karlar voru. Eins og þeir sem fengist hafa við þennan þátt þjóðarsög-
unnar vita eru heimildir um sögu kvenna brotakenndar, þær eru á
víð og dreif og þeirra þarf að leita víða. Þá getur verið erfitt að túlka
þær. Þessu gerði Anna sér grein fyrir og austur á Eskifirði tók hún
að halda til haga öllu sem hún fann og tengdist með einhverjum
hætti sögu kvenna. Hún sagði sjálf að elstu úrklippurnar væru frá
1946.132 Kvennasaga var henni þá óþekkt hugtak.
Fyrsta ráðstefna á Norðurlöndum og kannski víðar, sem eingöngu
fjallaði um hina gleymdu sögu kvenna, var haldin í Österström í
Norður-Svíþjóð 1957. Þar ræddi guðfræðingurinn Ester Lutteman um
rannsóknir sínar á Biblíunni en þetta var áður en sænskar konur gátu
fengið prestvígslu. Asta Ekenvall greindi þar frá fordómum fyrri
tíma um að konur væru körlum síðri að andlegu atgervi, Karin
Westman Berg talaði um hvernig hin gleymda saga kvenna birtist í
fagurbókmenntum og Helge Stene fjallaði um kennslubækur, hvern-
ig þær sniðgengu konur, einkum sögukennslubækur. „Það gerðist
eitthvað á þessum fundi“, sögðu konur eftir á.133
Tæpum áratug síðar, á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur 27.
september 1966, sá Menningar- og minningarsjóður kvenna um út-
varpsdagskrá sem nefndist „Um rannsóknir kvenna í sagnfræði og ís-
lenskri menningarsögu.“ Þar voru kynntar sjö konur sem unnið
höfðu að rannsóknum og fræðistörfum: Arnheiður Sigurðardóttir
magister, Elsa E. Guðjónsson magister, Karólína Einarsdóttir cand.
mag., Nanna Ólafsdóttir magister, dr. Ólafía Einarsdóttir sagnfræð-
mgur, dr. Selma Jónsdóttir listfræðingur og Steinunn Stefánsdóttir