Andvari - 01.01.2000, Page 55
andvari
ANNA SIGURÐARDÓTTIR
53
„Hún tók ævinlega á móti mér í dyragættinni á íbúðinni sinni á
Hjarðarhaganum og vorum við venjulega báðar byrjaðar að tala
áður en ég var komin alla leið upp stigann. Inni í stofunum sem
hýstu safnið klifruðum við upp í hillur, blöðuðum í gegnum skjala-
bunka, sturtuðum úr kössum og röðuðum í þá aftur. Alltaf skrafandi
og alltaf að fá nýjar hugmyndir um spennandi hliðar á viðfangsefn-
inu. í eldhúsinu beið mín svo kaffibolli og smurð brauðsneið og
meira skraf um heima og geima. Og þótt ég væri ekki stödd hjá
Önnu þá hélt þetta langa samtal okkar áfram því Anna hringdi iðu-
lega í mig þegar henni datt eitthvað í hug, hvort sem það snerti sér-
stök rannsóknarefni eða kvennafræðin almennt. Áhugi hennar á öllu
sem snerti sögu íslenskra kvenna var óþrjótandi.“144 Pessi orð Sigríð-
ar Dúnu Kristmundsdóttur geta margir tekið undir og eru hárrétt
lýsing á heimsókn til Önnu. Því má bæta við að hún vann langt fram
á nætur og bað fólk að koma ekki í heimsókn fyrr en eftir hádegi.
Þess varð ekki vart að henni væri gert ónæði eða að hún þreyttist á
kvabbi heldur var eins og henni væri það gleðiefni að geta leyst úr
málum sem snertu það svið sem hún hafði helgað sér og hún varpaði
oft ljósi á margvísleg vafaatriði eða skar úr um þau.
Frá stofnun Kvennasögusafnsins hafði það verið draumur Önnu
að safnið fengi inni í Þjóðarbókhlöðu og kvennasaga og kvennafræði
yrðu þannig viðurkenndur hluti þjóðarsögunnar. í áratug vann Anna
markvisst að því með bréfaskriftum og viðtölum að safnið kæmist
þangað „og verði þá smám saman bætt fyrir það hversu saga ís-
lenskra kvenna hefir verið vanrækt allt fram á þennan dag“14 eða
allt þangað til Áhugahópurinn tók við.
Áhugahópur um varðveislu og framgang Kvennasögusafns íslands
var stofnaður 1987. í honum störfuðu fulltrúar frá Kvenfélagasam-
bandi íslands, Bókavarðafélagi íslands, Áhugahópi um íslenskar
kvennarannsóknir, Félagi bókasafnsfræðinga, Félagi bókavarða í
rannsóknarbókasöfnum og Kvenréttindafélagi íslands, auk sérstaks
fulltrúa Önnu Sigurðardóttur. Öll höfðu þessi félög stutt Kvenna-
sögusafnið og starfsemi þess um margra ára skeið. Árið 1991 varð
loks ljóst að Kvennasögusafnið fengi inni í Þjóðarbókhlöðu en drög
að samningi lágu ekki fyrir fyrr en haustið 1994 og þegar húsið var
opnað 1. desember sama ár var Anna viðstödd. Endanlegir samning-
ar lágu fyrir í ársbyrjun 1996 þar sem kveðið er á um að Kvennasögu-
Safn skuli vera sérstök eining innan Landsbókasafns með sérstaka