Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2000, Page 58

Andvari - 01.01.2000, Page 58
56 SIGRÍÐUR TH. ERLENDSDÓTTIR ANDVARI göngu konur heldur kynferði. Á ensku var skipt um nafn á fræðun- um úr „women’s studies“ í „gender-studies“. Það sem fyrst vekur athygli þegar hugað er að fræðistörfum Önnu er að hún var komin á áttræðisaldur þegar hún tók fyrir alvöru að gefa út sín fræðirit og átti sitt „fræðilega blómaskeið“.152 Þar er hún í fjölmennum hópi kvenna en það hefur verið einkennandi fyrir kven- rithöfunda hve seint þær byrja að skrifa og gefa út bækur, margar ekki fyrr en eftir miðjan aldur þegar börnin eru uppkomin og næði gefst frá erilsömum heimilisstörfum. Til dæmis hóf Guðrún frá Lundi að skrifa á sextugsaldri, Ingunn Jónsdóttir frá Kornsá rúmlega sjö- tug, Guðný Jónsdóttir frá Galtafelli byrjaði níræð153 og Málfríður Einarsdóttir var nær áttræð þegar fyrsta rit hennar kom út. Það er áleitið umhugsunarefni hve margar konur, innlendar og erlendar, eiga sfn athafnaár í ritstörfum og útgáfu á efri árum. Verður hér á eftir vikið örfáum orðum að fræðistörfum Önnu. I bókinni Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur er ritaskrá Önnu (bls. 259-271) tekin að mestu saman af Svanlaugu Baldursdótt- ur bókasafnsfræðingi og nær frá 1943 til 1980. Þá var enn margt óskráð í Kvennasögusafni íslands af því sem hún skrifaði og var í vél- rituðum plöggum. Blaða- og tímaritsgreinar eru upptaldar 56 talsins og fjalla um kvenréttindi, hjúskaparlöggjöfina, skattamál, húsmóður- starfið, menntun kvenna og fleira. Óprentaðar ritsmíðar og ræður eru um 60 og útvarpserindi og -dagskrár 16 talsins. Að auki eru skráðar þar minningargreinar, þýðingar og viðtöl við Önnu og afmælisgreinar. Kvennasaga miðalda var Önnu sem fyrr hugstæð og á árunum 1982 og 1983 birtust tvær greinar í Húsfreyjunni með yfirskriftinni „Úr ver- öld kvenna“ og nefndust „Ákvörðunarréttur um hjúskap á gullöld ís- lendinga“ og „Heimanfylgja og kvánarmundur“.154 I fyrstu árgöngum tímarits Samtaka um Kvennalista, Veru, birtust þættir sem nefndust „Úr Kvennasögusafninu“. Anna skrifaði fimm greinar í þá þætti, „Einstæðar mæður frá fyrri tíð“, „í drekkingar- hylnum“, „Barnsfæðing - Verðlaun syndarinnar“ , „Sjósókn kvenna“ og „Dyngjur og gluggar“.155 Árið 1976 gaf Anna út fjölritið Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna frá 1746 til 1975. Það var upphaflega tilkomið vegna þess að í tengslum við alþjóðlega kvennaárið óskuðu Alþjóðasamtökin eftir því að safnað yrði merkustu ártölum í sögu kvenréttinda víðsvegar um heim og birt í blaði samtakanna IWN. Anna hófst þegar handa
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.