Andvari - 01.01.2000, Blaðsíða 58
56
SIGRÍÐUR TH. ERLENDSDÓTTIR
ANDVARI
göngu konur heldur kynferði. Á ensku var skipt um nafn á fræðun-
um úr „women’s studies“ í „gender-studies“.
Það sem fyrst vekur athygli þegar hugað er að fræðistörfum Önnu
er að hún var komin á áttræðisaldur þegar hún tók fyrir alvöru að
gefa út sín fræðirit og átti sitt „fræðilega blómaskeið“.152 Þar er hún í
fjölmennum hópi kvenna en það hefur verið einkennandi fyrir kven-
rithöfunda hve seint þær byrja að skrifa og gefa út bækur, margar
ekki fyrr en eftir miðjan aldur þegar börnin eru uppkomin og næði
gefst frá erilsömum heimilisstörfum. Til dæmis hóf Guðrún frá Lundi
að skrifa á sextugsaldri, Ingunn Jónsdóttir frá Kornsá rúmlega sjö-
tug, Guðný Jónsdóttir frá Galtafelli byrjaði níræð153 og Málfríður
Einarsdóttir var nær áttræð þegar fyrsta rit hennar kom út. Það er
áleitið umhugsunarefni hve margar konur, innlendar og erlendar,
eiga sfn athafnaár í ritstörfum og útgáfu á efri árum. Verður hér á
eftir vikið örfáum orðum að fræðistörfum Önnu.
I bókinni Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur er ritaskrá
Önnu (bls. 259-271) tekin að mestu saman af Svanlaugu Baldursdótt-
ur bókasafnsfræðingi og nær frá 1943 til 1980. Þá var enn margt
óskráð í Kvennasögusafni íslands af því sem hún skrifaði og var í vél-
rituðum plöggum. Blaða- og tímaritsgreinar eru upptaldar 56 talsins
og fjalla um kvenréttindi, hjúskaparlöggjöfina, skattamál, húsmóður-
starfið, menntun kvenna og fleira. Óprentaðar ritsmíðar og ræður eru
um 60 og útvarpserindi og -dagskrár 16 talsins. Að auki eru skráðar
þar minningargreinar, þýðingar og viðtöl við Önnu og afmælisgreinar.
Kvennasaga miðalda var Önnu sem fyrr hugstæð og á árunum 1982
og 1983 birtust tvær greinar í Húsfreyjunni með yfirskriftinni „Úr ver-
öld kvenna“ og nefndust „Ákvörðunarréttur um hjúskap á gullöld ís-
lendinga“ og „Heimanfylgja og kvánarmundur“.154
I fyrstu árgöngum tímarits Samtaka um Kvennalista, Veru, birtust
þættir sem nefndust „Úr Kvennasögusafninu“. Anna skrifaði fimm
greinar í þá þætti, „Einstæðar mæður frá fyrri tíð“, „í drekkingar-
hylnum“, „Barnsfæðing - Verðlaun syndarinnar“ , „Sjósókn kvenna“
og „Dyngjur og gluggar“.155
Árið 1976 gaf Anna út fjölritið Ártöl og áfangar í sögu íslenskra
kvenna frá 1746 til 1975. Það var upphaflega tilkomið vegna þess að í
tengslum við alþjóðlega kvennaárið óskuðu Alþjóðasamtökin eftir
því að safnað yrði merkustu ártölum í sögu kvenréttinda víðsvegar
um heim og birt í blaði samtakanna IWN. Anna hófst þegar handa