Andvari - 01.01.2000, Page 76
74
GUNNAR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
í þessu samhengi hlýtur spurningin um guðfræðilega mótendur Sigur-
bjarnar að koma upp. Henni verður ekki svarað hér en af ævisögu hans að
dæma mætti ætla að Anton Fridrichsen, nýjatestamentisfræðingur í Upp-
sölum, hafi átt nokkurn þátt í mótun hans á námsárunum í Svíþjóð fyrir
stríð. Fridrichsen hafði áður aðhyllst nýguðfræðina en snúið við henni
baki.12 í Svíþjóð kynntist Sigurbjörn einnig lítúrgísku hreyfingunni og hin-
um lútherska guðfræðiarfi.13
Hin íhaldssama trúfræði við Háskólann átti bandamenn í tveim sterkum
straumum innan kirkjunnar, prestum sem aðhylltust íhaldssama guðfræði
og voru andsnúnir nýguðfræðinni og leikmannastarfið í anda norska
heimatrúboðsins. Hinn þátturinn er lítúrgíska hreyfingin. Helstu forystu-
menn hennar voru þeir séra Sigurður Pálsson (1901-1987) síðar vígslubisk-
up og séra Arngrímur Jónsson (f. 1923); einn fylgismanna hreyfingarinnar
var séra Sigurbjörn Einarsson biskup.14
Frjálslynda guðfræðin hér á landi virðist smátt og smátt koðna niður og
ekki er sýnilegt að helstu guðfræðingar eftirstríðsáranna erlendis hafi haft hér
teljandi áhrif eins og lengst af hafði verið. Hvorki Karl Barth (1886-1968) né
Paul Tillich (1886-1965), risarnir í guðfræði tuttugustu aldar, hafa nein sýnileg
áhrif í guðfræðilegri mótun kirkjunnar. Þýsk áhrif, sem voru ríkjandi fyrr á
öldinni, fara ört dvínandi en í staðinn koma sænsk og engilsaxnesk áhrif.
Guðfræði Barths eru vart sýnileg í íslensku kirkjunni þótt einstaka prestar
hafi gluggað í rit hans, einn prestur var þó greinilega undir sterkum áhrifum
af eldri ritum Barths, séra Sigurjón Þ. Árnason. Paul Tillich, helsti fulltrúi
nýlútherskunnar og fulltrúi tilvistarguðfræðinnar, hefur ekki skilið eftir sig
djúp spor nema í guðfræði einstakra guðfræðinga og presta (enda er höfuðrit
hans, Systematic Theology, ekki til á Háskólabókasafni).
Kirkjan, sem áður bar uppi menninguna, slitnar hægt og sígandi úr
tengslum við hana. Afskipti hennar af málefnum samfélagsins verða til-
viljanakennd og ómarkviss, arkitektúr hennar er handahófskenndur á tím-
um mikilla byggingaframkvæmda í kirkjunni, myndlist er sem fyrr utan-
garðs. En á hinn bóginn virðist kirkjan vilja eiga vingott við félög og hreyf-
ingar á trúmálasviðinu, m. a. við hvers kyns sértrúarhreyfingar, og vera
opin fyrir samstarfi á þeim vængnum. Karismatíska hreyfingin setur svip á
kirkjulega umræðu um skeið.15
Blómatíma íhaldssömu guðfrœðinnar lýkur
Tímabili íhaldssömu guðfræðinnar lauk ekki með biskupaskiptunum 1981
þegar Sigurbjörn lét af embætti og Pétur Sigurgeirsson (f. 1919) tók við en