Andvari - 01.01.2000, Page 88
86
EYSTEINN ÞORVALDSSON
ANDVARI
ust raunar um 1940 með árásum Jónasar frá Hriflu á unga myndlistamenn
en deilurnar um nýja ljóðlist og réttmæti hennar náðu hámarki um miðja
öldina og urðu harðvítugar.16
Síðsumars 1950 hélt Hannes Sigfússon til Noregs og hugði á frekari afrek
í skáldskap. Hér tekur hann til við að efna í nýja ljóðabók, Imbrudaga, sem
út kom ári seinna. Vísvitandi virðist hann beita aðferðum í ætt við súrreal-
isma, sennilega vegna reynslunnar af yrkingum Dymbilvöku en þar „hafði
orð kviknað af orði af sjálfu sér og magnast í bál“.17 Hann lætur klukkuna
hringja eldsnemma á morgnana og sest með auða örk og stflvopn og hler-
aði síðan eftir orðum í kyrrðinni. Og biðin var ekki árangurslaus að þessu
sinni. Framandlegum ljóðum rigndi á pappírinn í búningi voldugra orða,
tákna og mynda sem í fljótu bragði virðast harla ósamstæð og torkennileg.
En við nánari lestur má sjá tengsl og skírskotanir í endurteknum myndum
og táknum.
Skáldskapartjáningin var nýstárleg og enn furðulegri fyrir þá sök að
Hannes hafði fengið stóraukinn áhuga á heimspólitík og vildi gjarnan halda
sjónarmiðum sínum fram í skáldskapnum. Honum er sjálfum fullljóst að
aðferð hans er ekki líkleg til að koma pólitískum boðskap á framfæri við
almenning:
Vandi minn var sá að ljóðmál mitt var ekki fallið til að ná eyrum almennings. Pví
mátti fremur lfkja við eintal sálarinnar en beina ræðu til fróðleiks eða viðvörunar. Eg
var eins og einangraður fangi í klefa sem fléttaði fingur um það sem máli skipti og
kom því ekki áleiðis til réttra viðtakenda.18
Af þessu hafði Hannes þó ekki áhyggjur á þessum tíma. Honum fannst að
skáldskapurinn ætti æðri rétt og að menn gætu notað blöð og útvarp til að
fjalla um alþjóðamál með ræðusniði.
Ljóð væri annars eðlis, eins og persónuleg játning sem aldrei gæti átt erindi út fyrir
þröngan hring. Þeim mun persónulegri sem þessi tjáning var, þeim mun sannari væri
hún, þeim mun betri skáldskapur. Ég hafði reynslu fyrir því, að jafnskjótt og ég
reyndi að forma ræðu í skáldskap og ganga erinda markvissra skoðana, fór annað-
hvort skáldskapurinn úr böndum eða sjö lásar voru hengdir fyrir kjaftinn á mér. Aft-
ur á móti orti ég liðugt jafnskjótt og ég talaði líkt og upp úr svefni og lét hugmynd
tengjast hugmynd af sjálfu sér og tákn ráða merkingum eins og í draumi.19
Ljóðin í Imbrudögum eru staðfesting þessara ummæla skáldsins, og ein-
kunnin sem Hannes hafði áður gefið Dymbilvöku á enn betur við Imbru-
daga: „inspíreruð bók en ekki unnin.“20 Táknmyndir eru margar en mis-
jafnlega skýrar. Faðirinn er tákn auðvaldsskipulagsins, lindin og spegillinn
tákna vitund skáldsins; önnur tákn eru óræðari, en í þessu torræða tákn-
máli búa áhyggjur yfir heimsástandinu, einkum vaxandi vígbúnaði. Deilt er