Andvari - 01.01.2000, Page 89
andvari
FARANDSKÁLDIÐ
87
á Vesturveldin sem skáldið telur bera ábyrgð á kalda stríðinu, og vonað að
sálumessa auðvaldsskipulagsins verði senn sungin.
Þessi dulræða aðferð hentaði Hannesi; hér var engin tregða í rennsli
skáldæðarinnar, og að loknu verki var hann stoltur og fullur sjálfstrausts.
Hinsvegar leið ekki á löngu uns hann tók að efast um að þessi ljóðstíll
dygði sér til frambúðar. Hannes kom heim og gaf Imbrudaga út sjálfur eins
og Dymbilvöku, en móttökurnar ollu honum vonbrigðum. Bókinni var
ekki eins vel tekið og hinni fyrri, gagnrýnendur sýndu lítil viðbrögð og hún
varð ekki til að auka skáldfrægð hans.
Tíu ár liðu þar til næsta ljóðabók Hannesar Sigfússonar, Sprek á eldinn,
birtist. Hannes hélt enn til Noregs haustið 1951, bjó þar næstu þrjú árin og
hafði þá eignast norska konu. Hann orti eitt háttbundið ljóð, „Ættjarðar-
ljóð“, í janúar 1952 en síðan tók fyrir allar yrkingar. Hann segir hug sinn
hafa líkst eyðimörk og eftir þrásetur við skrifborðið án þess að örlaði á
sköpun varð hann ráðþrota og loks skelfingu lostinn, en reyndi að hugga
sig við að hann væri skáld innblásturs og vitjunartíminn kæmi síðar. Þau
hjón flytjast til íslands 1954. Hannes tekur þátt í að hleypa tímaritinu Birt-
ingi af stokkunum í nýrri gerð og var í ritstjórn þess í fyrstu. Árið 1955 ritar
hann fyrri skáldsögu sína, Strandið, og kom hún út þá um haustið. Það er
hinsvegar ekki fyrr en 1957 að ljóðlistin lætur svo lítið að vitja hans að nýju
oftir fimm ára hlé. Pá yrkir hann ljóðin tvö sem síðar birtust fremst í bálk-
inum „Vetrarmyndir úr lífi skálda“ í Sprekum á eldinn. Hið fyrra fjallar um
tregðu skáldskapargáfunnar og byrjar svona:
Djúpt sefur þú í djúpi mínu
Og dumbrautt kvöldskin blóðs míns sveiflar geislasnörum
í gegnum auð og barkarlituð fiskinetin
Þau ná of grunnt, þú sefur dýpra
Nokkrum mánuðum seinna bættust enn ljóð í þennan bálk. Og síðan
smámsaman fleiri. Ljóðabókin Sprek á eldinn kom út 1961 og hlaut lofsam-
lega dóma nema helst syrpan „Landnám í nýjum heimi“ sem er háttbund-
!nn lofsöngur um Sovétríkin.
Hannes vann við ýmis störf hér heima, m. a. í Borgarbókasafninu, til árs-
ins 1963 en þá fluttust þau hjónin alfarin aftur til Noregs. Þar orti hann á
næstu misserum langflest ljóðin í næstu bók sína Jarteikn sem út kom 1966.
Á næstu árum vinnur hann stórvirki í þýðingu norrænna ljóða sem komu út
1 bókinni Norræn ljóð 1972. Fimmta frumsamda ljóðabók hans Örvamælir
kom út 1978. Eftir það tekur Hannes að rita endurminningar sínar. Hann
lýkur þeim með því að láta í það skína að hann hafi lokið yrkingum með
Ijóðunum í Örvamæli. Hann segist hafa snúið baki við fortíð sinni og þar
með skáldskapnum, þeirri grillu sem hann hafi lagt líf sitt og framtíð í