Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2000, Page 114

Andvari - 01.01.2000, Page 114
112 GUNNAR KARLSSON ANDVARI haft sagnir af henni frá öðrum, þótt hann beri Teit einan fyrir sig, eins og hann gerir gjarnan, kannski af því að hann fylgi sögn Teits þar sem hann greindi á við aðra sögumenn. Ari hafði góðar forsendur til að læra þessa sögu rækilega af Teiti og frændum hans því að hann var að eigin sögn 14 vetur í fóstri eða skóla í Haukadal.26 Ari var því í þokkalegri aðstöðu til að segja í aðalatriðum rétt frá þessum atburðum, þó að knappur frásagnar- háttur hans neyði hann auðvitað til að velja mjög strangt úr söguefni sínu. En hvað með vilja hans til að segja satt? Tortryggnir sagnfræðingar hljóta að vera á verði fyrir þeim möguleika að Ari geri meira úr hlutdeild afa Teits, Gissurar hvíta, en efni standa til. Á engan mann ber Ari eins mik- ið lof í íslendingabók og Gissur biskup ísleifsson, son ísleifs biskups og bróður Teits í Haukadal.27 Óhjákvæmilega hvarflar að manni að Ári sé einkum íslandssöguritari Haukdælaættar, eins og ættin var kölluð eftir að Teitur settist að í Haukadal, ráðinn til að lýsa því hvernig hún skapaði kristið samfélag á íslandi. Þess vegna geri hann trúboð Þangbrands, sendi- för Gissurar og Hjalta og gerð Þorgeirs Ljósvetningagoða að því sem skipti máli í kristnunarsögu íslendinga. Hlutdeild Halls á Síðu að sögunni má skýra með því að hann var langa-langafi Ara sjálfs, faðir Þorsteins, föður Guðríðar, móður Jóreiðar, móður Ara.28 Tvennt er það fleira í frásögn Ara sem getur varpað grunsemdum á að efnisval hans gefi sanna mynd af kristnitökuferlinum. Annað er atriði sem Jenny Jochens hefur bent á,29 fálæti Ara um það sem segir í Kristni sögu og Þorvalds þætti víðförla frá Húnvetningnum Þorvaldi Koðránssyni. Hann er sagður hafa komið til íslands með þýskan trúboðsbiskup með sér, Friðrek að nafni, áður en Ólafur Tryggvason komst til valda í Noregi. Þeir voru fimm ár á íslandi, fóru um Norðlendingafjórðung og Vestfirðingafjórðung, sóttu jafnvel Alþingi og fluttu boðskap sinn. Biskup skírði marga á Norður- landi; kirkja var reist í Ási í Skagafirði og fenginn prestur til að þjóna við hana.30 Ari minnist aftur á móti ekki á kristniboð Þorvalds, né nefnir hann nokkurn forystumann kristinna manna úr Norðlendingafjórðungi. Hins vegar sjást merki þess að Ari hafi vitað um Þorvald. Eftir að hann hefur sagt kristnitökusöguna telur hann upp útlenda biskupa sem brúa bilið á milli kristnitöku og íslensku biskupanna. Upptalninguna byrjar hann á orð- unum:31 „Friðrekr kom í heiðni hér, en þessir váru síðan:“ Sögurnar af Þorvaldi víðförla og Friðreki biskupi eru með miklum helgi- sagnablæ, og rök hafa verið færð að því að sögur af kristniboði Þang- brands, aðrar en íslendingabók, séu bæði hafðar að fyrirmynd og þeim andmælt í sögunni af þeim.32 Hjalti Hugason telur óhjákvæmilegt að hafna norðlensku kristniboðssögunum í þeim atriðum sem þær koma ekki heim við Islendingabók, bæði vegna þess að þær séu miklu yngri en hún og að þær þjóni greinilega hagsmunum Hólabiskupsdæmis.33 En hafi Ari sleppt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.