Andvari - 01.01.2000, Qupperneq 114
112
GUNNAR KARLSSON
ANDVARI
haft sagnir af henni frá öðrum, þótt hann beri Teit einan fyrir sig, eins og
hann gerir gjarnan, kannski af því að hann fylgi sögn Teits þar sem hann
greindi á við aðra sögumenn. Ari hafði góðar forsendur til að læra þessa
sögu rækilega af Teiti og frændum hans því að hann var að eigin sögn 14
vetur í fóstri eða skóla í Haukadal.26 Ari var því í þokkalegri aðstöðu til að
segja í aðalatriðum rétt frá þessum atburðum, þó að knappur frásagnar-
háttur hans neyði hann auðvitað til að velja mjög strangt úr söguefni sínu.
En hvað með vilja hans til að segja satt? Tortryggnir sagnfræðingar
hljóta að vera á verði fyrir þeim möguleika að Ari geri meira úr hlutdeild
afa Teits, Gissurar hvíta, en efni standa til. Á engan mann ber Ari eins mik-
ið lof í íslendingabók og Gissur biskup ísleifsson, son ísleifs biskups og
bróður Teits í Haukadal.27 Óhjákvæmilega hvarflar að manni að Ári sé
einkum íslandssöguritari Haukdælaættar, eins og ættin var kölluð eftir að
Teitur settist að í Haukadal, ráðinn til að lýsa því hvernig hún skapaði
kristið samfélag á íslandi. Þess vegna geri hann trúboð Þangbrands, sendi-
för Gissurar og Hjalta og gerð Þorgeirs Ljósvetningagoða að því sem skipti
máli í kristnunarsögu íslendinga. Hlutdeild Halls á Síðu að sögunni má
skýra með því að hann var langa-langafi Ara sjálfs, faðir Þorsteins, föður
Guðríðar, móður Jóreiðar, móður Ara.28
Tvennt er það fleira í frásögn Ara sem getur varpað grunsemdum á að
efnisval hans gefi sanna mynd af kristnitökuferlinum. Annað er atriði sem
Jenny Jochens hefur bent á,29 fálæti Ara um það sem segir í Kristni sögu og
Þorvalds þætti víðförla frá Húnvetningnum Þorvaldi Koðránssyni. Hann er
sagður hafa komið til íslands með þýskan trúboðsbiskup með sér, Friðrek
að nafni, áður en Ólafur Tryggvason komst til valda í Noregi. Þeir voru
fimm ár á íslandi, fóru um Norðlendingafjórðung og Vestfirðingafjórðung,
sóttu jafnvel Alþingi og fluttu boðskap sinn. Biskup skírði marga á Norður-
landi; kirkja var reist í Ási í Skagafirði og fenginn prestur til að þjóna við
hana.30 Ari minnist aftur á móti ekki á kristniboð Þorvalds, né nefnir hann
nokkurn forystumann kristinna manna úr Norðlendingafjórðungi. Hins
vegar sjást merki þess að Ari hafi vitað um Þorvald. Eftir að hann hefur
sagt kristnitökusöguna telur hann upp útlenda biskupa sem brúa bilið á
milli kristnitöku og íslensku biskupanna. Upptalninguna byrjar hann á orð-
unum:31 „Friðrekr kom í heiðni hér, en þessir váru síðan:“
Sögurnar af Þorvaldi víðförla og Friðreki biskupi eru með miklum helgi-
sagnablæ, og rök hafa verið færð að því að sögur af kristniboði Þang-
brands, aðrar en íslendingabók, séu bæði hafðar að fyrirmynd og þeim
andmælt í sögunni af þeim.32 Hjalti Hugason telur óhjákvæmilegt að hafna
norðlensku kristniboðssögunum í þeim atriðum sem þær koma ekki heim
við Islendingabók, bæði vegna þess að þær séu miklu yngri en hún og að
þær þjóni greinilega hagsmunum Hólabiskupsdæmis.33 En hafi Ari sleppt