Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2000, Page 119

Andvari - 01.01.2000, Page 119
andvari KRISTNITAKA ÍSLENDINGA OG MENNINGARÁHRIF HENNAR 117 það meðal annars fyrir sig að stöður heiðinna trúarleiðtoga hefðu aldrei lif- að kristnitökuna af.52 Þessi túlkun á goðavaldinu hefur þó aldrei verið ein- ráð. Þannig færði Jón Hnefill Aðalsteinsson rök gegn henni í grein árið 1985 og taldi jafnvel að goðar hefðu haldið einhverju af trúarhlutverki sínu eftir kristnitöku, „svo undarlegt sem það kann að virðast . . .“5'’ í nýlegri bók snýr svo Jón Viðar Sigurðsson röksemdinni um kristnitökuna skemmtilega á höfuðið: einmitt vegna þess að goðarnir, valdhafarnir á Al- þingi, stýrðu trúariðkunum í heiðni var mögulegt að skipta um trú með samþykkt Alþingis.54 í kristnisögunni nýju tekur Hjalti Hugason ekki af skarið um trúarlegt hlutverk goða í heiðni. Hann segir fátt benda „til þess að goðahlutverkið hafi hvílt á trúarlegum grunni.“ En síðar varpar hann því fram að höfðingjar hafi verið „fúsir til að efla kirkjur sínar og sjá skjól- stæðingum sínum fyrir þjónustu í þeim“ vegna þess „að goðar hafi frá fornu fari gegnt ákveðnu trúarlegu hlutverki . . .“ Eins vísar hann and- rnælalaust til þeirrar skoðunar Jóns Hnefils „að hlutverk goða hafi lítið breyst við trúarbragðaskipti og þeir áfram veitt skjólstæðingum sínum bæði veraldlega og trúarlega forystu.“55 Mér finnst einsýnt að ályktun Jóns Viðars Sigurðssonar um trúarlegt hlutverk goða sé sú trúlegasta sem við eigum kost á. Engir hefðu getað gert samkomulag um að skipta um guði á íslandi, svo að nokkurt hald væri í, aðrir en þeir sem höfðu með höndum forystu fyrir trúariðkunum. í ein- földu máli sagt hugsa ég mér að goðarnir hafi ákveðið að skipta um goð, gera Krist að goði sínu í staðinn fyrir Þór og Óðin og Frey. Það þurfti ekki að vera ákaflega mikil breyting, því að menn voru vanir trúarbrögðum með rnörgum guðuin og hafa kannski átt það til að rokka á milli guða.5ft Að vísu gengur sagan ekki upp nema við gerum ráð fyrir að menn hafi haft ein- hverja hugmynd um að Kristur væri frekari til einveldis en gömlu goðin. Ella hefði ekki verið þjóðarnauðsyn að lögleiða að allir skyldu vera kristn- lr- En Islendingar hafa líka vitað að allur heimurinn í kringum þá var farinn að trúa á Krist, og þá kann að hafa virst einfaldast að gera það líka. Hefðu goðarnir sem réðu lögum og lofum á Alþingi ekki verið leiðtogar Eúariðkana er erfitt að ímynda sér að þeir hefðu getað komið á kristnitöku a neitt líkan hátt og Ari lýsir. Hefði til dæmis verið skilið á milli goða sem fóru með pólitísk völd og hofgoða sem stóðu fyrir blótum, eins og þýski fræðimaðurinn Klaus von See hélt,57 þá hefðu goðarnir átt eftir að kúga hofgoðana til hlýðni, eftir að þeir komu heim af Alþingi árið 999/1000. Þá hefðu komið upp forsendur fyrir trúarbragðastríði í landinu, og engin ^nerki eru um neitt slíkt í heimildum. I rauninni er engu meiri ástæða til að undrast að íslensku goðarnir skyldu lifa kristnitökuna af en að evrópskir konungar lifðu af trúarskiptin í löndum sínum. í báðum tilvikum voru það æðstu valdhafar í landinu sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.