Andvari - 01.01.2000, Side 121
andvari
KRISTNITAKA ÍSLENDINGA OG MENNINGARÁHRIF HENNAR
119
þær geta aldrei útilokað undantekningartilfelli. Við getum því varla notað
kumlin sem rök fyrir því að Ólafur Tryggvason hafi kristnað Islendinga
meira en Ólafur Haraldsson; vitnisburður þeirra gefur samt ástæðu til að
álykta að þjóðin hafi tekið upp kristna greftrunarsiði nær upphafi 11. aldar
en til dæmis ekki fyrr en um miðja öld, eins og ráða mætti af orðum Adams
frá Brimum.
Fleira ber að sama brunni. Máldagar kirkna frá fjórtándu og fimmtándu
öld sýna að þá voru, eða höfðu verið, bænhús á meira en öðrum hverjum
bæ að meðaltali. Af því ályktaði Sveinn Víkingur að reist hefðu verið lítil
guðshús á nánast hverjum bæ á elleftu öld, áður en kirkjusóknir voru
skipulagðar, einkum í því skyni að geta grafið hina dauðu á kristilegan hátt,
en þó heima við, eins og hafði verið gert í heiðni.63 Af fornleifum má einnig
fáða að víða hafi verið kristnir grafreitir og sums staðar lítil guðshús rétt
utan við túnið, sum innan við 15 fermetrar, í svipaðri fjarlægð frá bæjum og
heiðin kuml eru gjarnan.64 Fessar heimildir leyfa ekki nákvæmar tímasetn-
>ngar og verða því ekki notaðar til að sanna að íslendingar hafi kristnast
uPpúr 1000. En líklegast hlýtur að vera að þessar heimiliskapellur hafi
verið reistar áður en tíund komst á, um aldamótin 1100, því að tíundarkerf-
'ð gerir ráð fyrir sóknarkirkjum. Sé svo, eru heimiliskapellurnar merki um
býsna útbreidda og virka kristni á 11. öld.
Eftir að ritheimildir koma til ber lítið á því að íslendingar hafi áhyggjur
af heiðnileifum. í Kristinrétti eldri í Grágás, elstu kirkjulögum okkar, sem
voru lögleidd rúmu stóru hundraði ára eftir kristnitöku, fjallar aðeins einn
kafli um bann við heiðni og annarri forneskju. Þar koma æsir ekki einu
Slnni við sögu, og refsingar eru mildar á mælikvarða Grágásar:65
Menn skulu trúa á Guð einn og á helga menn til árnaðarorðs sér, og blóta eigi heiðn-
ar vættir. Þá blótar maður heiðnar vættir er hann signar fé sitt öðrum en Guði og
helgum mönnum hans. Ef maður blótar heiðnar vættir, og varðar það fjörbaugsgarð,
og skal kveðja heimilisbúa níu til á þingi.
Ef maður fer með galdra eða fjölkynngi, og varðar honum það fjörbaugsgarð, og
skal stefna heiman og sækja við tylftarkvið. Þá fer hann með galdra ef hann kveður
það eða kennir eða lætur hann kveða að sér eða fé sínu. Ef maður fer með fordæðu-
skap, það varðar skóggang. Það eru fordæðuskapir, ef maður gerir í orðum sínum eða
fjölkynngi sótt eða bana mönnum eða fé. Það skal sækja við tylftarkvið. Menn skulu
eigi fara með steina eða magna þá til þess að binda á menn eða fénað. Ef maður trúir
á steina til heilindis sér eða fé sínu, og varðar það fjörbaugsgarð.
Skal-at maður eiga fé óborið. Ef maður á óborið fé, og lætur ómerkt ganga til þess
að hann trúir heldur á það en annað fé, eða fer hann með hindurvitni með hverigu
móti sem er, þá varðar honum fjörbaugsgarð.
Ef maður gengur berserksgang, og varðar það fjörbaugsgarð, og varðar svo karl-
mönnum þeim er hjá eru, nema þeir hefti hann að, þá varðar engum þeirra ef þeir
vinna stöðvað. Ef oftar kemur að, og varðar það fjörbaugsgarð.