Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2000, Page 125

Andvari - 01.01.2000, Page 125
andvari KRISTNITAKA ÍSLENDINGA OG MENNINGARÁHRIF HENNAR 123 Þessi sérkennilega mikla notkun þjóðtungunnar í samanburði við latínu virðist hafa farið á undan frumlegri listsköpun íslendinga á tungu sinni á miðöldum. Ari fróði skrifaði íslendingabók milli 1122 og ’33, um hálfri til heilli öld áður en farið var að skrifa íslendingasögur, eftir því sem nú er haldið. Samkvæmt evrópskum siðum hefði verið eðlilegast að Ari skrifaði á latínu, þótt dæmi finnist um það í öðrum löndum að sögurit væru skrifuð á þjóðtungum. Eins er um Landnámabók, sem mun hafa verið efnt til um svipað leyti. Ég hef áður reynt að rökstyðja að Landnáma hafi frá upphafi verið samin í þeim tilgangi sem er nefndur í eftirmála 17. aldar-gerðarinnar Þórðarbókar, til að „svara kunna útlendum mönnum, þá er þeir bregða oss því að vér séum komnir af þrælum eða illmennum . . .“80 Auðvitað hefði legið beinast við að semja svörin á latínu, svo að þau skildust víðar en í Noregi eða í mesta lagi um Norðurlönd. Að það var ekki gert sýnir hve ís- lendingar voru utarlega á jaðri menntaheims Evrópu um það leyti sem þeir byrjuðu að skrifa bækur. Þess vegna getum við ályktað að notkun þjóð- tungunnar í stað latínu sé ein af undirstöðum blómans í miðaldabókmennt- um íslendinga á 13. öld. Auk íslendinga eru írar þekktastir kristinna Evrópuþjóða fyrir að hafa snemma skrifað sögur á þjóðtungu sinni.81 Þeir eru líka sagðir skera sig úr í kristnunarsögu Evrópu að því leyti að þeir voru ekki kristnaðir af konungi, heldur af trúboðanum Patreki, sem myndaði kristna söfnuði án þess að konungar kæmu þar við sögu.82 Það kann að vera tilviljun hvað þessu svip- ar til kristnitöku íslendinga, enda var margt ólíkt með trúarskiptum þess- ura þjóða. En athyglisverð er hliðstæðan engu að síður. V. Aðalatriði Menningarbyltingin sem við köllum kristnitöku, kristnun eða trúarskipti, hefur orðið tiltölulega hröð, auðveld og fyrirstöðulítil á íslandi vegna þess að hún var sameiginlegt átak forystumanna almennings, bæði í trúarefnum °g veraldlegri reglugæslu. Hér á landi þurfti ekki eins gagngert menningar- legt rof til að koma trúarskiptunum á eins og í löndum þar sem fjarlægir konungar knúðu þau fram með ógnunum og ofbeldi. Þess vegna fluttu Is- lendingar meira af gömlum menningararfi inn í kristna heiminn en aðrar Norðurlandaþjóðir. En einmitt af því að umskiptin urðu mildari hér en víð- ast annars staðar urðu þau að sama skapi yfirborðslegri og kristin menning því í frumstæðasta lagi. Þetta birtist meðal annars í því að latínuletur var flutt inn í landið en latínan aðeins í afar takmörkuðum mæli. Af því varð til ritmenning á þjóðtungu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.