Andvari - 01.01.2000, Page 133
ANDVARI
SAMFERÐA í SÓKN TIL SJÁLFSTÆÐIS
131
kveikja áhuga McGills á íslandi. Af heimildunum má hins vegar ráða, svo
ekki verður um villst, að Snæbjörn var frá upphafi helsti tengiliður Skotans
við ísland.19
Snæbjörn var mikill áhugamaður um Bretland og breska menningu.
Hann þýddi fjölda enskra bóka yfir á íslensku og sendi frá sér enska
kennslubók í nútímaíslensku, sem margoft var endurútgefin. Snæbjörn
hafði haldið í víking að afloknu gagnfræðaprófi og stundaði nám við Central
Labour College í London um skamma hríð árið 1912 og þangað sneri hann
aftur árið 1914 en starfaði síðan sem þýðandi í ráðuneyti í London á árun-
um 1916-1919. Þá kom Snæbjörn heim og vann í Stjórnarráðinu 1920-1925
ásamt því sem hann ritaði greinar í íslensk blöð og tímarit.20 Að áeggjan
Boga Th. Melsted sagnfræðings stofnaði Snæbjörn The English Bookshop
(Bókaverslun Snæbjarnar) í Reykjavík árið 1927 sem hann rak um áratuga
skeið, auk þess sem hann vann sem löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandir1
Snæbjörn getur McGills fyrst í grein sem hann skrifaði í Vísi 1. júní 1921,
einmitt um það leyti sem McGill sté fyrst fram á ritvöllinn. Vakti Snæbjörn
þar athygli á skoska mánaðarritinu Liberty, sem hann hafði þá komist í
kynni við, „. . . með því að það hefir tekið fyrir nú síðustu mánuðina að
verja töluverðu rúmi undir íslensk efni, en því er eðlilega ekki að venjast
um erlend blöð.“ í greininni segir Snæbjörn ennfremur:
Að þessu blaði, sem hér getur, standa einungis skoskir menn og írskir, og einn þeirra,
ungur sagnfræðingur írskur, Alexander McGill, hefir mjög mikinn áhuga fyrir sögu
okkar og bókmenntum. Það er hann, sem getið hefir íslands í blaðinu. í aprflblaðinu í
vetur var löng grein um ísland og írland, og var það samanburður á sögu landanna,
en sami höfundur hefir einnig ritað litla bók um það efni og mun hún nú vera um það
leyti að koma út. í maíblaðinu var grein er hann nefndi „The Resurrection of Ice-
land“ og segir frá stjórnmálabaráttu okkar. Er lofað áframhaldi af henni í júníblað-
inu. Síðar mun hann hugsa sér að rita rækilega um þessi efni og önnur íslensk í tíma-
rit, sem í ráði er að stofna í Glasgow og sem hann ásamt öðrum manni á að verða rit-
stjóri fyrir.22
McGill getur Snæbjarnar fyrst í grein í tímaritinu Liberty þetta sama sumar
en Liberty var gefið út um tveggja ára skeið í Glasgow (desember 1919 -
ðesember 1921). Þar vitnar hann m. a. í bréf sem honum hafði borist frá
Snæbirni.23 í framhaldinu hefur McGill að öllum líkindum sent Snæbirni
eintak af bók sinni The Independence of Iceland. A Parallel for Ireland því
snemma í júlí birtist ritdómur um hana í Vísir4 Ekki er ósennilegt að
Snæbjörn hafi sjálfur skrifað dóminn en enginn er skrifaður fyrir honum."5
í ritdómnum er McGill þakkað fyrir velvild hans í garð Islendinga og
tekið er fram að lesendur Vísis eigi að þekkja höfundinn því hans hafi áður
verið getið í blaðinu. „Mun hann vera af fátækum kominn,“ segir í rit-
dómnum, „en hefir með dugnaði og fágætum gáfum rutt sér svo braut, að