Andvari - 01.01.2000, Side 137
andvari
SAMFERÐA í SÓKN TIL SJÁLFSTÆÐIS
135
IV.
Eins og áður hefur komið fram taldi McGill sig skoskan í húð og hár þótt
hann væri af írskum ættum. Á þriðja áratugnum varð til öflug viðreisnar-
hreyfing í Skotlandi sem McGill tók þátt í af heilum hug. Hreyfingin sam-
anstóð einkum af ýmsum málsmetandi skáldum og ritstjórum og á fundum
P.E.N.-klúbbsins svokallaða (Poets, Editors and Novelists), sem stofnaður
var formlega 1926, kynntist McGill m. a. skáldunum Compton MacKenzie
og Christopher Murray Grieve (1892-1978). Viðreisnarhreyfingin var að
mörgu leyti hugarfóstur þess síðarnefnda, sem einnig var þekktur undir
skáldanafninu Hugh McDiarmid, en Grieve stóð fast á því að skapa mætti
Skotlandi nýja bókmenntahefð á grundvelli hinnar sérstæðu skosku mál-
lýsku, bókmenntahefð sem blása myndi nýju lífi í skoska þjóð.5 Komu
bæði MacKenzie og Grieve oft á heimili McGills á þessum árum, að sögn
Christine Dickson,54 og sjálfur var McGill um tíma gjaldkeri PEN-klúbbs-
ins.55
McGill talaði fyrst fyrir viðreisninni í greinum sem hann ritaði í The
Scottish Nation árið 1923, vikuriti sem Grieve hafði þá nýlega hafið útgáfu
á. Þar lýsti McGill heimsókn sinni út í eina af Suðureyjunum við Skotlands-
strendur á Ijúfsárum nótum.56 í kjölfarið ritaði hann nokkrar greinar um
leiklistarmál í The Scottish Nation en það var mat McGills að meginhlut-
verk þjóðleikhúss væri að stuðla að vakningu meðal íbúanna svo þeir
myndu bjarga hnignandi arfleifð sinni og blása lífi í særða þjóðarsálina.
Hin hugmyndafræðilegu tengsl við þá gerjun sem átt hafði sér stað á Ir-
landi í upphafi aldarinnar voru augljós í skrifum McGills enda hafði
Abbey-leikhúsið í Dublin, sem Nóbelsskáldið Yeats og fleiri komu á fót
1904, gegnt mikilvægu hlutverki á fyrstu árum tuttugustu aldarinnar við að
koma á framfæri írskum leikskáldum.58
Sem fyrr fylgdist Snæbjörn Jónsson vökulu auga með útgáfu dagblaða og
tímarita í Bretlandi og í nóvember 1923 skrifaði hann grein í Vísi um
skosku þjóðernishreyfinguna. Þar sagði hann m. a. frá útgáfu The Scottish
Nation sem hann kvað hafa verið stofnað til að „. . . efla og ræða bók-
menntirnar í anda þessarar nýju hreyfingar.“ Snæbjörn fjallaði í grein sinni
um menntamál í Skotlandi, þann öfluga félagsskap sem risið hefði upp til
að vinna að viðhaldi og útbreiðslu hinnar keltnesku tungu sem töluð væri í
Hálöndunum, og jafnframt sagði Snæbjörn frá því að Skotar hefðu stofnað
þjóðlegt leikhús, þar sem aðeins væru sýndir . . sjónleikir hinna bestu
innlendra höfunda.“ Fullyrti Snæbjörn að óhætt væri að telja þessa leikhús-
hreyfingu harla merkilega og gat þess síðan að McGill, „. . . er allir lesend-
Ur Vísis kannast við. . .“, stæði mjög framarlega í henni.5‘J
Segja má að þeir Snæbjörn og McGill hafi verið í skjallbandalagi á þess-