Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2000, Page 137

Andvari - 01.01.2000, Page 137
andvari SAMFERÐA í SÓKN TIL SJÁLFSTÆÐIS 135 IV. Eins og áður hefur komið fram taldi McGill sig skoskan í húð og hár þótt hann væri af írskum ættum. Á þriðja áratugnum varð til öflug viðreisnar- hreyfing í Skotlandi sem McGill tók þátt í af heilum hug. Hreyfingin sam- anstóð einkum af ýmsum málsmetandi skáldum og ritstjórum og á fundum P.E.N.-klúbbsins svokallaða (Poets, Editors and Novelists), sem stofnaður var formlega 1926, kynntist McGill m. a. skáldunum Compton MacKenzie og Christopher Murray Grieve (1892-1978). Viðreisnarhreyfingin var að mörgu leyti hugarfóstur þess síðarnefnda, sem einnig var þekktur undir skáldanafninu Hugh McDiarmid, en Grieve stóð fast á því að skapa mætti Skotlandi nýja bókmenntahefð á grundvelli hinnar sérstæðu skosku mál- lýsku, bókmenntahefð sem blása myndi nýju lífi í skoska þjóð.5 Komu bæði MacKenzie og Grieve oft á heimili McGills á þessum árum, að sögn Christine Dickson,54 og sjálfur var McGill um tíma gjaldkeri PEN-klúbbs- ins.55 McGill talaði fyrst fyrir viðreisninni í greinum sem hann ritaði í The Scottish Nation árið 1923, vikuriti sem Grieve hafði þá nýlega hafið útgáfu á. Þar lýsti McGill heimsókn sinni út í eina af Suðureyjunum við Skotlands- strendur á Ijúfsárum nótum.56 í kjölfarið ritaði hann nokkrar greinar um leiklistarmál í The Scottish Nation en það var mat McGills að meginhlut- verk þjóðleikhúss væri að stuðla að vakningu meðal íbúanna svo þeir myndu bjarga hnignandi arfleifð sinni og blása lífi í særða þjóðarsálina. Hin hugmyndafræðilegu tengsl við þá gerjun sem átt hafði sér stað á Ir- landi í upphafi aldarinnar voru augljós í skrifum McGills enda hafði Abbey-leikhúsið í Dublin, sem Nóbelsskáldið Yeats og fleiri komu á fót 1904, gegnt mikilvægu hlutverki á fyrstu árum tuttugustu aldarinnar við að koma á framfæri írskum leikskáldum.58 Sem fyrr fylgdist Snæbjörn Jónsson vökulu auga með útgáfu dagblaða og tímarita í Bretlandi og í nóvember 1923 skrifaði hann grein í Vísi um skosku þjóðernishreyfinguna. Þar sagði hann m. a. frá útgáfu The Scottish Nation sem hann kvað hafa verið stofnað til að „. . . efla og ræða bók- menntirnar í anda þessarar nýju hreyfingar.“ Snæbjörn fjallaði í grein sinni um menntamál í Skotlandi, þann öfluga félagsskap sem risið hefði upp til að vinna að viðhaldi og útbreiðslu hinnar keltnesku tungu sem töluð væri í Hálöndunum, og jafnframt sagði Snæbjörn frá því að Skotar hefðu stofnað þjóðlegt leikhús, þar sem aðeins væru sýndir . . sjónleikir hinna bestu innlendra höfunda.“ Fullyrti Snæbjörn að óhætt væri að telja þessa leikhús- hreyfingu harla merkilega og gat þess síðan að McGill, „. . . er allir lesend- Ur Vísis kannast við. . .“, stæði mjög framarlega í henni.5‘J Segja má að þeir Snæbjörn og McGill hafi verið í skjallbandalagi á þess-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.