Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2000, Page 147

Andvari - 01.01.2000, Page 147
andvari SKÁLDSKAPUR OG SAGA 145 vitund með því að vekja athygli á því hversu mjög hugmyndir og orðræða sjálfstæðisbaráttu 19. aldar móti umræðu stjórnmálamanna um virkjun há- lendisins: «. . . þrátt fyrir allt tal um alþjóðahyggju og alþjóðavæðingu er þjóðernisstefnan ennþá eitt mikilvægasta viðmið íslenskra stjórnmála og því getur boðskapur þjóðskálda 19. aldar öðlast nýja merkingu með nýjum kynslóðum».2 Boðskapur þjóðskáldanna birtist okkur fyrst og fremst sem ritað mál, og raunar má færa að því rök að 19. öldin eins og aðrar liðnar aldir sé í eðli sínu «texti», - eða öllu heldur safn fjölmargra og ólíkra texta. Sjálfur tím- inn er löngu horfinn í aldanna skaut og með honum bæði «raunverulegir menn» og «sannir atburðir». Þó að þessir textar 19. aldar séu vitaskuld góð- ar og gildar heimildir sem síst ber að vanmeta eru þeir oftar en ekki blá- þráðóttir og sundurlausir, og vegna margbreytileika og mikils umfangs mynda þeir tæpast þá heildstæðu og skiljanlegu formgerð sem margir óska eftir og gera jafnvel kröfu til þegar fræðimenn véla um þá. Höfundar fræði- rita hljóta því óhjákvæmilega að velja úr þá þætti sem þeir telja að eigi erindi við samtíð sína, túlka þá og segja frá þeim á því máli sem höfðar til lesendanna. Verk þeirra verða textar um texta. Þetta ber jafnan að hafa í huga þegar flett er fjórum íslenskum fræðirit- um sem komu út á síðasta ári (1999) og snúast að meira eða minna leyti um samfélag, einstaklinga og skáldskap 19. aldar. Þetta eru Nú heilsar þér á Hafnarslóð. Ævir og örlög í höfuðborg íslands 1800-1850 eftir Aðalgeir Kristjánsson, Jónas Hallgrímsson. Ævisaga eftir Pál Valsson, Skyggnst á bak við ský eftir Svövu Jakobsdóttur og Arfur og umbylting. Rannsókn á íslenskri rómantík eftir Svein Yngva Egilsson. Hér verður leitast við að gera nokkra grein fyrir þessum ritum, bæði þeirri mynd sem þau draga upp af 19. öldinni og vinnubrögðum höfundanna. í upphafi skal tekið fram að nrarkmiðið er ekki að tíunda hugsanlega kosti þeirra og galla, og því síður að benda á prentvillur, heldur að taka fyrir nokkur álitamál sem vöknuðu við lesturinn og telja má mikilvæg. Þess skal engu að síður getið að allt eru þetta vönduð og vel unnin fræðirit sem standa fyllilega fyrir sínu. Um leið gefa þau góða vísbendingu um fjölbreytileikann í skrifum íslenskra fræði- manna um 19. öldina. I bók Aðalgeirs er varpað ljósi á ævi allmargra íslendinga, bæði skálda og annarra, sem dvöldust um lengri eða skemmri tíma í Kaupmannahöfn á fyrri hluta aldarinnar, ýmist við nám eða störf. Greint er frá því í hvaða umhverfi þetta fólk lifði, sem sumt er alkunnugt úr íslandssögunni en ann- að flestum óþekkt. Hvað fékkst það við og hver urðu örlög þess: kansellíið eða kanallinn? Bókin er með öðrum orðum eins konar menningarsaga frá þeim tíma þegar ísland var hluti af danska ríkinu og Kaupmannahöfn óum- deild höfuðborg okkar. í riti Páls er staldrað við einn þeirra íslendinga sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.