Andvari - 01.01.2000, Side 150
148
ÞÓRIR ÓSKARSSON
ANDVARI
vitund fjölmargra íslendinga. í ritum þeirra Páls, Svövu og Sveins Yngva er
að sönnu velt upp mörgum athyglisverðum flötum á skáldskap Jónasar, en
oftast nær takmarka höfundarnir greininguna við skáldið sjálft og nánustu
samtíð þess. í umfjöllun sinni um «Grasaferð» Jónasar ræðir Svava Jakobs-
dóttir um möguleikann á að «sjá það sem höfundurinn sér» (13), og þegar
Páll Valsson gerir grein fyrir «ísland! farsælda frón» segir hann það ómaks-
ins vert að skoða forsögu verksins «og freista þess að nálgast kvæðið eins
og Jónas hugsaði það». Páll telur enda að kvæðið hafi ómaklega «orðið að
klisju í tímans rás» (116). Sveinn Yngvi Egilsson reynir einnig að grafast
fyrir um upphaflegt tilefni og markmið höfundarins með einstökum verk-
um sínum, t. d. «Hulduljóðum», en þetta hefur hingað til verið hulið sjón-
um lesenda að hans mati. Allt er þetta góðra gjalda vert. Það vekur hins
vegar athygli hve fáorðir fræðimennirnir eru um það hvenær, hvernig og
hvers vegna ættjarðarkvæði Jónasar urðu að «klisju», á hvern hátt menn
hafi lesið og mislesið skáldverk hans eða hvernig sú nýja skáldskaparfræði
sem hann átti þátt í að móta hafi haft áhrif á síðari tíma bókmenntir.
Það bíður með öðrum orðum betri tíðar að gera grein fyrir því hvernig
verkum Jónasar hefur verið tekið í áranna rás, en Ijóst er að ýmsar breyt-
ingar hafa orðið í því tilliti. í því samhengi er vert að minnast þess að marg-
ir 19. aldar menn, m. a. Grímur Thomsen, Matthías Jochumsson, Gestur
Pálsson og Jón Ólafsson, töldu skáldskap Jónasar að drjúgum hluta af er-
lendum rótum runninn. í grein frá 1846 kemur t. d. skýrt fram að Grímur
hefur ekki talið þá Bjarna Thorarensen og Jónas fulltrúa sömu «skáld-
stefnu». Þar sem kjarkmikil og djúphugsuð ættjarðarkvæði Bjarna séu
verðugt framhald íslenskra fornbókmennta, hafi þjóðfélagsleg raunakvæði
Jónasar að nokkru leyti erlendan keim og «nútímasvip».3 Sömuleiðis er
vert að hafa í huga að margir drógu ágæti Jónasar sem skálds í efa eða
höfðu a. m. k. tvíbenta afstöðu til hans, - og «þjóðskáld» varð hann ekki í
lifanda lífi. Slíkra viðhorfa gætti ekki einungis meðal «gamaldags» rímna-
skálda og «íhaldssamra» embættismanna, heldur einnig meðal «ungu og
róttæku» kynslóðarinnar sem Grímur Thomsen tilheyrði, en á æskuárum
sínum (1843-44) á hann að hafa sagt: «Bjarni Thorarensen er skáld, en
Jónas Hallgrímsson er ekki skáld.» Undir þetta sjónarmið tók Benedikt
Gröndal að nokkru leyti, um leið og hann reyndi að skýra það. Ólíkt
Bjarna hafði Jónas ekki stórar hugsjónir, segir hann, öll snilld hans lá í ljóð-
forminu.4 Báðir ortu þeir Grímur og Gröndal samt lofkvæði um Jónas lát-
inn, og þar sæmdi Grímur hann m. a. tignarheitinu «listaskáldið góða».
Ljóst er að álit samtímamanna Jónasar Hallgrímssonar á skáldskap hans
fer að hluta til í bága við þá skoðun sem Halldór Laxness hélt fram árið 1928,
að Islendingar hefðu aldrei átt betra skáld en Jónas og rökin sem hann
færði fyrir henni. Ástæðan væri hvorki bragsnilld hans né spekimál, og því