Andvari - 01.01.2000, Síða 153
ANDVARI
SKÁLDSKAPUR OG SAGA
151
saman frásagnir þeirra Aðalgeirs og Páls á skilnaðarhófinu til heiðurs Hall-
dóri Einarssyni árið 1835, þar sem kvæði Jónasar «Vísur Islendinga» var
sungið í fyrsta skipti. Aðalgeir lætur sér nægja að greina frá stað og stundu,
kvæðunum sem sungin voru og lagboðanum að vísum Jónasar. Undir lokin
Ieyfir hann sér þó þann sjaldgæfa munað að lýsa því hvernig «söngurinn
barst út um gluggana á Hjartakershúsum og út í húm sumarnæturinnar þar
sem hann blandaðist þyt í laufi og fuglaklið» (162). Páll rekur hins vegar á
ýtarlegan hátt leið íslensku veislugestanna út úr borginni að Hjartakershús-
um, þar sem þeir stigu inn «örlítið reikulir í spori eftir skröltið með vagnin-
um en líka hýrgaðir af staupum» (134). Síðan tekur við allnákvæm og
skemmtileg veislulýsing, sem þó er tæpast raunsönn, frásögn af því þegar
Jónas kveður sér hljóðs með vísum sínum og aðrir gestir taka undir:
. . . fyrsta erindið er nokkuð hikandi en svo syngja menn með vaxandi styrk og öryggi
með hámarki í lokin. Hvflíkur veislusöngur, hvflíkt veislukvæði! Menn kunna sér ekki
læti, harðgerðustu menn fá tár í augun og allt kvöldið vilja gestirnir syngja kvæðið og
á heimleiðinni í vögnunum ómar söngurinn um strætin og ætlar aldrei að þagna. (134)
Með slíkum tilbúnum sviðsetningum framkallar Páll bæði víðfeðma, heil-
steypta og furðu lifandi mynd af skáldinu Jónasi og samferðamönnum
hans, og ber síst að lasta það. Fyrir kemur hins vegar að lesendur standa
eftir með ærið blendna tilfinningu fyrir «staðreyndum» og «raunveruleika»,
og ekki bætir úr skák að höfundur gerir enga grein fyrir ritunarhætti sínum
í formála eða eftirmála. Einhverjir kynnu jafnvel að spyrja: Hvað vitum við
með fullri vissu um þann Jónas Hallgrímsson sem rís af spjöldum ævi-
sögunnar? Að hve miklu leyti er hann trúverðug ímynd samnefnds ein-
staklings og að hve miklu leyti skáldaður texti Páls Valssonar? Það eykur
enn á óvissuna í þessum efnum að ævisagan er öðrum þræði ofin úr kveð-
skap skáldsins sjálfs, og þá einkum þar sem aðrar og betri heimildir skortir.
Einna skýrast kemur þetta fram í lýsingunni á æskuárum Jónasar og systkina
hans á bænum Hrauni í Öxnadal, en þar er orðaforðinn að stórum hluta
sóttur í ljóðið «Dalvísu» sem skáldið orti undir lok ævinnar, - ef til vill til
þess að sýna hið órofna samhengi í æviferli hans, að bernska hans bar með
sér frjókorn síðari tíma blóma og að líf hans var ljóð og ljóðið líf:
Systkinin alast [. ..] upp undir brattri hlíð Landafjalls, undir fífilbrekku, gróinni
grund, þar sem vaxa fjallagrös og bláir og tærir bunulækir leika um grösuga hlíð með
berjalautum. Á móti gnæfa hnúkafjöllin himinhá, og hæst ber Hraundranga upp af
bænum á Hrauni. Petta er sæludalur, sveitin best. (10)
Ekki er ósennilegt að þessi lýsing í upphafi bókarinnar komi til með að
móta nokkuð viðhorf lesenda til Jónasar. Hún myndar líka afar sterka and-
stæðu við «paradísarmissinn» sem varð skömmu síðar þegar faðir Jónasar