Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2000, Page 159

Andvari - 01.01.2000, Page 159
ANDVARI SKÁLDSKAPUR OG SAGA 157 vettvangi sínum. Heppilegar aðstæður urðu þess líka valdandi að furðu- margir Islendingar komust til hárra metorða, embætta og áhrifa, þeirra á meðal Jón Eiríksson, Grímur Thorkelín, Birgir Thorlacius og Finnur Magnússon. Einnig þetta hefur stuðlað að því að gera búsetu í Höfn að sjálfsögðu vali þeirra sem áttu kost á því og ekki fýstu þess að gerast prest- ar eða sýslumenn í strjálbýlum sveitum íslands eða embættismenn í smá- bænum Reykjavík. í bók sinni vekur Páll Valsson t. d. á því athygli að Tómas Sæmundsson hafi fagnað þeirri ákvörðun Konráðs Gíslasonar að ætla að dveljast ytra og helga sig vísindum (151). Föðurlandsástin var með öðrum orðum vel samrýmanleg ákvörðuninni að búa í Danmörku. Þessar staðreyndir sýna að taka ber áðurnefndum andstæðupörum með vissum fyrirvara. Það er hins vegar létt að hrífast með þeirri fylkingu sem var róttækust í afstöðu sinni til Dana. Þessu játar Páll Valsson hreinskilnis- lega þegar hann segir að í raun og veru sé «ekki hægt annað en dást að þjóðernisofsanum í hinum fámenna hópi íslendinga í Kaupmannahöfn» (219). Þessi «þjóðernisofsi» virðist líka leggja Páli orð í munn þegar hann lýsir íslensku stúdentunum í Höfn: «sem helgað hafa líf sitt baráttunni fyrir auknu frelsi ættjarðarinnar, en eru þó dæmdir til að ala aldur sinn í því landi sem þeir hafa ákveðið að berjast gegn - ákveðið að hatast við» (99). Hér er lesandanum líkt og kippt inn í veröld sjálfstæðisbaráttunnar, þess tíma þegar íslendingar höfðu brýna þörf fyrir að draga skörp skil milli sín og Dana og eignast bæði píslarvotta og hetjur. Jafnframt er umfjöllun Páls gott dæmi þeirra miklu áhrifa sem kvæði þjóðskáldanna hafa haft á hugsun okkar og tungutak og Guðmundur Hálfdanarson gerir að umræðuefni í áðurnefndri grein sinni. Ein af mállegum fyrirmyndum hans gæti sem best verið átakanleg lýsing Jónasar Hallgrímssonar á bræðrunum Gunnari á Hlíðarenda og Kolskeggi sem grimmar örlaganornir dæmdu til þess að «fjarlægum ala aldur sinn í löndum, / útlagar verða, vinar augum fjær». Annar þeirra reis að vísu gegn forlögunum og valdi sér frægan hetjudauða heima fyrir, en hinn týndist í þjóðahafinu. Það yrði væntanlega bæði fróðlegt og spennandi verkefni að kanna til- finningaþrungna málbeitingu þeirra sem ræða og rita um 19. öldina og rím- ar ekki alltaf við «veruleikann», ef okkur er þá unnt að nota það orð. Af bók Aðalgeirs Kristjánssonar má að minnsta kosti ráða að samskipti ís- lendinga og Dana á þessum tíma hafa oftar en ekki verið bæði friðsamleg og farsæl fyrir báða aðilja. Þetta á t. d. við um það mikla starf sem unnið var á sviði íslenskra og norrænna fræða og var að mörgu leyti forsenda þeirrar þjóðlegu «endurreisnar» sem við lofsyngjum oft og byggjum enn á. Aðalgeir dregur vissulega ekki úr hlut íslenskra manna í þessum efnum, en bætir þó við:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.