Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2000, Page 160

Andvari - 01.01.2000, Page 160
158 ÞÓRIR ÓSKARSSON ANDVARI Samt urðu þau því aðeins unnin að danskir afburðamenn eins og Rask, Rafn og Johan von Biilow voru með íslendingum í verki hver með sínum hætti. Lítið hefði orðið úr ef afl þeirra hluta sem gjöra skal hefði ekki komið frá slíkum mönnum. Ekki má heldur undan fella að dönsk stjórnvöld sýndu þessum viðfangsefnum skilning og lögðu þeim lið. (385) Við þetta má bæta að íslendingar og Danir höfðu að mörgu leyti sömu markmið í menningarlegum efnum: að yngja upp og mennta samtíð sína á þjóðlegum grundvelli. Af þessum sökum höfðu danskir menntamenn mikl- ar mætur á íslensku máli, enda var það að margra dómi «móðurtunga» allra norrænna mála, á fornbókmenntunum og þeim fræðimönnum sem lögðu stund á þær. Þar á meðal er ein af aðalpersónunum í riti Aðalgeirs Kristjánssonar, Finnur Magnússon. Aðalgeir gerir góða grein fyrir æviferli hans, störfum og hugmyndum, en trúr aðferðafræði sinni leggur hann litla áherslu á að túlka þýðingu hans fyrir bókmenntir og listir samtímans. Hann tíundar að sönnu fyrirlestra Finns um norrænar bókmenntir og goðafræði við listaháskólann í Kaupmannahöfn frá 1819-1828, en þeir höfðu umfram allt það markmið að hvetja unga listamenn til þess að sækja sér fremur efnivið í þennan þjóðlega arf en í grísk-rómverska goðafræði. Hins vegar getur hann þess ekki að með kennslu sinni var Finnur Magnússon beinn þátttakandi í viðleitni listaháskólans til að veita nýju lífsmagni í sögulega málverkið með því að gera norræna goðafræði hlutgenga við að endur- skapa og túlka sögu Danmerkur. Sú deila sem Finnur lenti í vegna kennslu sinnar árið 1820, og Aðalgeir nefnir, tengdist einmitt fagurfræðilegum átökum um þróun danskrar mynd- listar og hvort norræn goðafræði væri þar heppileg fyrirmynd. Þó að við- horf Finns lytu um síðir í lægra haldi fengu þau talsverðan hljómgrunn um nokkurra ára skeið og bent hefur verið á ummerki þeirra í danskri mynd- list 19. aldar.12 Á sama hátt urðu danskar þýðingar Finns á Eddukvæðunum 1821-23 mikilvæg heimild þeirra norrænna listamanna sem sóttu sér efnivið í þennan sjóð. Skýringar hans á Eddukvæðunum þóttu hins vegar ein- kennast meir af óheftu hugarflugi en fræðilegum aga, enda að nokkru leyti reistar á náttúruheimspeki aldarinnar og langsóttri orðsifjafræði þar sem indverski ormurinn Anenda rann t. d. fyrirhafnarlaust saman við íslensku orðin án enda. í bók sinni víkur Sveinn Yngvi Egilsson að þeirri hugmynd dönsku fræðikonunnar Ida Falbe-Hansens að Finnur Magnússon kunni að hafa haft áhrif á skáldlega túlkun danska lárviðarskáldsins Oehlenschlágers á norrænum goðsögnum, en færir jafnframt rök að því að svo hafi ekki verið (198). Það væri hins vegar ómaksins vert að kanna hvort Finnur hafi ekki haft einhver áhrif á íslenskar bókmenntir, en margt bendir til þess að sú hafi verið raunin. í bók sinni rekur Aðalgeir Kristjánsson t. d. fjölmörg skrif
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.