Andvari - 01.01.2000, Síða 160
158
ÞÓRIR ÓSKARSSON
ANDVARI
Samt urðu þau því aðeins unnin að danskir afburðamenn eins og Rask, Rafn og
Johan von Biilow voru með íslendingum í verki hver með sínum hætti. Lítið hefði
orðið úr ef afl þeirra hluta sem gjöra skal hefði ekki komið frá slíkum mönnum. Ekki
má heldur undan fella að dönsk stjórnvöld sýndu þessum viðfangsefnum skilning og
lögðu þeim lið. (385)
Við þetta má bæta að íslendingar og Danir höfðu að mörgu leyti sömu
markmið í menningarlegum efnum: að yngja upp og mennta samtíð sína á
þjóðlegum grundvelli. Af þessum sökum höfðu danskir menntamenn mikl-
ar mætur á íslensku máli, enda var það að margra dómi «móðurtunga»
allra norrænna mála, á fornbókmenntunum og þeim fræðimönnum sem
lögðu stund á þær. Þar á meðal er ein af aðalpersónunum í riti Aðalgeirs
Kristjánssonar, Finnur Magnússon. Aðalgeir gerir góða grein fyrir æviferli
hans, störfum og hugmyndum, en trúr aðferðafræði sinni leggur hann litla
áherslu á að túlka þýðingu hans fyrir bókmenntir og listir samtímans. Hann
tíundar að sönnu fyrirlestra Finns um norrænar bókmenntir og goðafræði
við listaháskólann í Kaupmannahöfn frá 1819-1828, en þeir höfðu umfram
allt það markmið að hvetja unga listamenn til þess að sækja sér fremur
efnivið í þennan þjóðlega arf en í grísk-rómverska goðafræði. Hins vegar
getur hann þess ekki að með kennslu sinni var Finnur Magnússon beinn
þátttakandi í viðleitni listaháskólans til að veita nýju lífsmagni í sögulega
málverkið með því að gera norræna goðafræði hlutgenga við að endur-
skapa og túlka sögu Danmerkur.
Sú deila sem Finnur lenti í vegna kennslu sinnar árið 1820, og Aðalgeir
nefnir, tengdist einmitt fagurfræðilegum átökum um þróun danskrar mynd-
listar og hvort norræn goðafræði væri þar heppileg fyrirmynd. Þó að við-
horf Finns lytu um síðir í lægra haldi fengu þau talsverðan hljómgrunn um
nokkurra ára skeið og bent hefur verið á ummerki þeirra í danskri mynd-
list 19. aldar.12 Á sama hátt urðu danskar þýðingar Finns á Eddukvæðunum
1821-23 mikilvæg heimild þeirra norrænna listamanna sem sóttu sér efnivið
í þennan sjóð. Skýringar hans á Eddukvæðunum þóttu hins vegar ein-
kennast meir af óheftu hugarflugi en fræðilegum aga, enda að nokkru leyti
reistar á náttúruheimspeki aldarinnar og langsóttri orðsifjafræði þar sem
indverski ormurinn Anenda rann t. d. fyrirhafnarlaust saman við íslensku
orðin án enda.
í bók sinni víkur Sveinn Yngvi Egilsson að þeirri hugmynd dönsku
fræðikonunnar Ida Falbe-Hansens að Finnur Magnússon kunni að hafa
haft áhrif á skáldlega túlkun danska lárviðarskáldsins Oehlenschlágers á
norrænum goðsögnum, en færir jafnframt rök að því að svo hafi ekki verið
(198). Það væri hins vegar ómaksins vert að kanna hvort Finnur hafi ekki
haft einhver áhrif á íslenskar bókmenntir, en margt bendir til þess að sú
hafi verið raunin. í bók sinni rekur Aðalgeir Kristjánsson t. d. fjölmörg skrif