Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.2005, Qupperneq 10

Andvari - 01.01.2005, Qupperneq 10
8 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI Hún varð lykilverk eftirstríðsáranna. Einskonar röntgenmynd af tilfinningum kynslóðarinnar sem fluttist á mölina um og upp úr seinna stríði. Enn hefur henni ekki verið velt úr þeim sessi.“ Ekki eru horfur á að slíkt gerist. - Það er þannig margs að minnast fyrir áhugamenn um bókmenntir þegar þeir renna huganum til ársins 1955. Eru þó aðeins talin hér þrjú af minnilegum skáld- verkum ársins og mætti bæta nokkrum við, bæði ljóðum og skáldsögum. * Tvær greinar í þessum árgangi Andvara víkja að íslenskri skólasögu. Annars vegar er grein um Bessastaðaskóla í tilefni þess að tvöhundruð ár eru liðin síðan hann hóf starfsemi. Um nafn þessa skóla leikur sérstök birta í sögu íslenskra mennta. Það stafar af þeim fommenntakennurum og málsnillingum sem þar kenndu, en þeirra frægastur er Sveinbjöm Egilsson. A Bessastöðum stunduðu nám endurreisnarmenn íslensks máls og skáldmennta á fyrri hluta nítjándu aldar, Fjölnismenn og nánustu eftirmenn þeirra, og þar las Svein- bjöm fyrir þýðingar sínar á kviðum Hómers sem hrífa lesendur með mál- snilld sinni enn í dag. Á Bessastöðum var arfur fortíðar ávaxtaður til frjóvg- unar íslenskri menningu. Sú klassíska skólastefna sem þar var mörkuð var leiðarljós íslenskra skólamanna lengi síðar, þótt aðstæður breyttust auðvitað með nýjum þjóðlífsháttum og kröfum sem íslenskir skólar urðu að mæta þegar stundir liðu. Aðalgrein Andvara að þessu sinni fjallar einmitt um einn ágætasta skóla- mann á íslandi á tuttugustu öld, Þórarin Bjömsson, lengi kennara og síðar skólameistara við Menntaskólann á Akureyri. Hann var franskmenntaður og bar með sér blæ hinnar rómönsku menningar norður á Akureyri þegar hann kom þangað beint frá prófborði í Sorbonne. Kennslugreinar Þórarins voru latína og franska. Hann var rómaður kennari og tók við skólameistarastarfi af hinum sérkennilega skólamanni, menningarrýnanda og mannþekkjara Sig- urði Guðmundssyni, en um hann var ritað í Andvara 1992. Eins og rakið er í greininni um Þórarin voru einkenni hans skarpar gáfur og greiningarhæfni, rík góðvild og mikil viðkvæmni gagnvart lífinu. Öllum sínum mörgu nemendum er „meistari“, eins og við nefndum hann jafnan, ógleymanlegur. Hann var ekki það sem kalla má nýjungamaður, heldur óbilandi uppihaldsmaður klassískra mennta og siðaboðandi. Hann hafði afburðagott vald á íslensku máli, var leiftrandi ræðumaður og ritsnjall, eins og sjá má bæði af útgefnum ræðum hans og þýðingum úr frönsku. Þórarinn féll frá árið 1968, í þann mund sem ný menningarstefna ruddi sér til rúms, og hún fór í allt aðra átt en kynslóð hans var að skapi. Hvað stendur eftir af skólastefnu Þórarins Bjömssonar? Verður þeim verð- mætum sem hann og hans líkar báru fyrir brjósti bjargað gegnum iðuköst okkar samtíma? Um það er vant að spá. Það kostar auðvitað ekkert að játa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.