Andvari - 01.01.2005, Síða 13
TRYGGVI GÍSLASON
Þórarinn Bjömsson
Þórarinn skólameistari Bjömsson var eftirminnilegur öllum sem honum
kynntust. Hann hafði til að bera frumlega hugsun, fágætt minni og hug-
myndaflug sem fáum er gefið. Menntun hans var klassísk menntun evr-
ópskrar yfirstéttar þótt hógværð íslenskra bænda einkenndi framgöngu
hans og viðhorf alla tíð. Mildur og stundum fjarrænn augnsvipur og
hlýtt bros þessa lágvaxna manns og óræður munnsvipur bar vitni um
viðkvæmni og efa - tvíræðni - sem oft er samfara miklum gáfum,
næmum tilfinningum og óvissunni um hvað er rétt og hvað er gott, en
um það tvennt snerist líf hans.
Fáir menn á öldinni sem leið hlutu betri eftirmæli en Þórarinn
Björnsson skólameistari, svo að til varð eins konar helgimynd sem
ekki hefur máðst, enda þótt hann væri maður af holdi og blóði, skap-
heitur, tilfinningaríkur og mistækur, eins og önnur mannanna böm. Þór-
arinn Bjömsson var gáfaður en örgeðja, tilfinningar hans voru sterkar
og hann hafði heitt skap, en af öllum þessum ólíku eiginleikum, and-
stœðum, varð hugsun hans dýpri en flestra annarra. Sjálfur sagði hann
að af tvennu gætu menn göfgast: sársauka og kærleika,] en sársauki og
kærleikur eru bundnir tilfinningagáfunni eins og flest sem mestu máli
skiptir í lífi manna.
Hér á eftir verður leitast við að segja frá ævi og störfum þessa mikla
hugsuðar og verður vitnað til þess sem sagt hefur verið um þennan
gáfaða en tilfinninganæma mann sem helgaði líf sitt Menntaskólanum
á Akureyri. Þrjú orð tel ég lýsi þessum gamla læriföður mínum og
skólameistara - orðin gáfur, góðvild og viðkvœmni, enda þótt í hörpu
hans væru margir og ólíkir strengir, strengir sem gáfu frá sér fagran og
sterkan hljóm, þótt hljómamir væru á stundum ómstríðir.