Andvari - 01.01.2005, Side 16
14
TRYGGVI GÍSLASON
ANDVARI
1612-1680], systir Þorláks biskups Skúlasonar [1597-1656], sem
tók við biskupsembætti eftir dauða Guðbrands biskups Þorlákssonar
1628. Hreppstjóradóttirin Ragnhildur Þórarinsdóttir frá Víkingavatni í
Kelduhverfi og sýslumannssonurinn Páll Amgrímsson, frá Laugum í
Reykjadal, eignuðust 17 börn, og er því mikil ætt af þeim komin, eins
og að líkum lætur. Jón Sveinsson rithöfundur, Nonni [1857-1944], var
sonur Sveins Þórarinssonar, sýsluskrifara á Möðruvöllum, Pálssonar
Arngrímssonar, og voru þeir Þórarinn skólameistari því af þriðja og
fjórða.
Fjórmenningar við Þórarin Björnsson skólameistara voru ýmsir
kunnir menn, s.s. bræðurnir Árni Óla [1888-1979], blaðamaður og rit-
stjóri í Reykjavík, og Kristján Ólason [1894-1975 ], skáld á Húsavík,
séra Sveinn Víkingur [1896-1971] og bræðurnir Sveinn Þórarinsson
[1899-1977] listmálari og Björn Þórarinsson [1905-1989], bóndi í
Kílakoti, allir komnir út af sonum Þórarins yngra Pálssonar og Ólafar
Grímsdóttur.
Þá voru þeir þremenningar Þórarinn skólameistari og Benedikt
Sveinsson [1877-1954] alþingisforseti, faðir Bjama Benediktssonar
forsætisráðherra [1908-1970] og afi Halldórs Blöndals, fyrrverandi
alþingisforseta, og Benedikt Bjömsson [1879-1941], skólastjóri á
Húsavík, faðir Guðmundar Benediktssonar [1924-2005] ráðuneytis-
stjóra. Þórarinn Bjömsson skólameistari og bræðumir Bjöm Kristjáns-
son [1880-1973], alþingismaður og kaupfélagsstjóri á Kópaskeri, og
Guðmundur Kristjánsson [1884-1965], bóndi á Núpi í Öxarfirði, voru
systkinasynir. Þórarinn Bjömsson var því af þingeyskum bændum kom-
inn í báðar ættir og var hann alla tíð tengdur heimahögunum sterkum
böndum, og þótt leið hans lægi burtu þaðan talaði hann alla ævi um að
fara heim þegar hann fór að Víkingavatni.5
Menntun
Vorið 1922 tók Þórarinn Björnsson próf utanskóla upp í annan bekk
Gagnfræðaskólans á Akureyri ásamt frænda sínum, jafnaldra og vini
Birni Þórarinssyni frá Kílakoti. Þeir frændur höfðu að lokinni ferm-
ingu „ákveðið að búa sig undir að ná gagnfræðaprófi. En farareyrir
var af skornum skammti og ákváðum við frændurnir að vera sam-
ferða og lesa heima 1. og 2. bekk Gagnfræðaskólans á Akureyri. Og