Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2005, Page 18

Andvari - 01.01.2005, Page 18
16 TRYGGVI GÍSLASON ANDVARI Þórarinn Bjömsson heyrði til þeirri kynslóð, sem ólst upp í sveit og fluttist í bæ. Það einkennir ýmsa menntamenn þessarar kynslóðar, sem ég hefi þekkt, að þeir eru haldnir eins konar samviskubiti. Þeim finnst þeir hafa svikið sveitina sína, þeir hafi tekið þátt í og stuðlað að „flóttanum úr sveitunum“. Þórarinn var einn þessara manna. Hann hafði oft orð á þessu samviskubiti sínu við mig.8 ✓ I eftirminnilegri og áhrifamikilli ræðu á Sal 19. desember 1955, á fimmtugsafmæli sínu, sagði Þórarinn Bjömsson, „að hann gæti aðeins hugsað sér eitt starf annað en að kenna. Það var að vera bóndi og yrkja jörðina“.9 I sömu ræðu sagði Þórarinn að tveimur manneskjum ætti hann mest að þakka, móður sinni og Sigurði skólameistara, enda réð Sigurður skólameistari miklu um menntun Þórarins Björnssonar, ævi hans og störf. En ef sögnin um námsferil Þórarins er rétt, sem freist- andi er að ætla, hefur hann átt þeim Sigurði skólameistara og móður sinni mikið upp að inna. Haustið 1924 ákvað Sigurður skólameistari að farið yrði að kenna til stúdentsprófs við Gagnfræðaskólann á Akureyri.10 Var þetta liður í baráttu hans fyrir stofnun menntaskóla á Akureyri. Arið áður hafði á alþingi verið fellt frumvarp um menntaskóla Norður- og Austurlands á Akureyri, en flutningsmaður þess var framsóknarþingmaðurinn Þor- steinn M. Jónsson [1885-1976], síðar skólastjóri Gagnfræðaskóla Akureyrar,11 enda hafði stofnun menntaskóla á Akureyri lengi mætt harðri andstöðu Reykjavíkurvaldsins. Jónas Jónsson frá Hriflu [1885- 1968] hafði um árabil lagt sitt af mörkun til stofnunar menntaskóla á Akureyri, bæði með ræðum sínum og blaðaskrifum, og þegar Sigurður Guðmundsson magister réðst að skólanum 1921, að undirlagi Jónasar, gerði hinn nýi skólameistari stofnun menntaskóla að sérstöku baráttu- máli sínu. Sigurður Guðmundsson segir tildrög þess að farið var að kenna til stúdentsprófs við Gagnfræðaskólann á Akureyri að skólaárið 1923- 1924 hafi í 3. bekk skólans verið „eigi allfáir álitlegir námsmenn, sem hugur ljek á að halda áfram að gagnfræðaprófi loknu, en skorti fje til suðurfarar. Var eigi annað sýnna en hætta yrði þeir námi, að minnsta kosti þá í bili. Var okkur kennurum og eftirsjá að sumum þessarra nem- enda úr skólanum, sökum mannkosta þeirra, háttprýði og hollra áhrifa á skólabrag og skólavist“.12 Einn í þessum hópi álitlegra námsmanna, sem skólameistara og kennurum var eftirsjá í, var Þórarinn Bjömsson. Eftir þriggja vetra undirbúningsnám í menntadeild Akureyrarskóla gekkst hann undir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.