Andvari - 01.01.2005, Side 19
andvari
ÞÓRARINN BJÖRNSSON
17
Kennarar og nemendur 4. bekkjar Gagnfrœðaskólans á Akureyri 1924-25. Fyrsta
' fð. f.v.: Viggó Olafsson, Vigfús Einarsson, Jón Guðmundsson, Þórarinn Björnsson.
Onnur röð: Kristján Einarsson, Einar Olgeirsson, Brynleifur Tobiasson, Sigurður
Guðmundsson, Lárus Bjarnason, Guðmundur G. Bárðarson, Eiríkur Brynjólfsson.
Þriðja, fjórða ogfimmta röð: Aðalsteinn Árnason, Brynjólfur Sveinsson, Sigurður
Gíslason, Jóhann Skaptason, Maríanna Baldvinsdóttir, Bárður ísleifsson, Baldur
Steingrímsson, Vernharður Þorsteinsson, Hermann Stefánsson, Haukur Þorleifsson,
Eyjólfur Eyjólfsson, Gunnar Jóhannesson, Sigurður L. Pálsson, Bragi Steingríms-
s°n, Páll Kristjánsson.
stúdentspróf við Reykjavíkurskóla vorið 1927, ásamt fjórum öðrum
norðanmönnum, og stóðust allir prófið, enda þótt sagan segi að snörur
hafi verið þeim snúnar. „Þeir voru prófaðir í miklu umfangsmeiri
fræðaforða, miklu meiri blaðsíðufjölda en sunnanmenn, þar sem þeir
urðu að ljúka prófi í 4., 5. og 6. bekkjar námsgreinum og fengu engu að
sleppa, en innanskólamönnum hins vegar leyft að sleppa miklu.“ 13
Þórarinn Björnsson hlaut hæsta einkunn fimmmenninganna og með
Profum sínum sönnuðu norðanmennimir fimm að Akureyrarskóli var
fær um að búa nemendur undir stúdentspróf, enda varð eitt fyrsta verk
Jónasar frá Hriflu eftir að hann varð kennslumálaráðherra 28. ágúst
1927 að veita Gagnfræðaskólanum á Akureyri heimild til þess að halda