Andvari - 01.01.2005, Page 22
20
TRYGGVI GÍSLASON
ANDVARI
Þórarinn Björnsson (lengst t.v.) og Símon Jóh. Ágústsson (nœstur) ásamt Cauvard-
hjónunum á námsárum sínum í Frakklandi.
Frakkar verða að heyja til þess að halda jafnvægi milli andstæðnanna í
eigin barmi, er oftast trygging fyrir lífi. Þeir eru lífsins menn. Og enga
hef ég vitað, sem betur kunna að lifa og njóta og gleðjast yfir því að
vera tH“.20
Frakkland, París og frönsk menning hreif því hug sveitadrengsins
norðan úr Kelduhverfi og vakti honum undrun.
Eitt hið fyrsta, sem ég rak augun í Lþegar hann kom til Parísar haustið 1927],
voru karl og kona, er kysstust heitt og innilega þar á alfaravegi. Varð mér
starsýnt á, og hugsaði ég margt. Skyldi ég eiga þetta eftir? Og þetta hneyksl-
aði mig ekki. Mér þótti fremur eitthvað fallegt við það að ganga svo hreint
til verks. Var ekki eitthvað heilt við það að lifa svo heitt og sterkt, að menn
gleymdu öllu því, sem fram fór umhverfis? Það þótti mér, gestinum að norðan,
þar sem of margt er ef til vill gert í felum.21
En „hávaðinn [í París] ætlaði hreint að æra mig, enda er hann svo mik-
ill, að oft er illtalandi saman á götum úti. En þegar frá líður, venjast
menn honum, þó að líklega eigi hann sinn þátt í því að gera menn tauga-
veiklaða.“22 Minningin um hávaðann, sem Þórarinn Björnsson kynnt-
ist í París, átti eftir að fylgja honum lengi á þann hátt að þögnin varð
honum umhugsunar- og umræðuefni lengi síðan, eins og síðar verður