Andvari - 01.01.2005, Side 27
andvari
ÞÓRARINN BJÖRNSSON
25
Ég er labbakútur á velli og lítill fyrir manni, all-hvikur í spori og snar í hreyf-
ingum, kann ég lítt löturgangi og fer þá stundum nær flaumósa. Höfuð er í
stærra lagi, og eykur hárið þar allmjög á, því að það er eigi síður strítt en þétt
og stendur sem svínsburst í allar áttir, auk þess eru eyru útstæð sem á asna eða
sperrt sem á sporhundi. Enni er miðlungi hátt, augu móleit eða græn sem í ketti.
Skolbrúnn er ég, og skeggstæði hefi ég um vonir og annan vöxt fram. [...] í
framgöngu er ég hægur og óframur, feiminn í fjölmenni og meðal framaðra,
málreifur aðeins stundum í vinahóp og þó ávallt við hóf, endranær fámáll og
fáskiptinn. Veldur þar um skaphöfn mín og gáfnafar. Þótt ég sé allvel til náms
fallinn, - minni og skilningur í betra lagi -, þá er hugmyndaflugi mínu mark-
aður bás um of, til þess að ég geti átt frumkvæði nokkurs fagnaðarboðskapar
eða frjórra hugsjóna. [...] Ég er fremur rólyndur, og hefi ég allt til þessa fengið
drekkt hverri sorg í tárum eða lamað hana þeirri lífsskoðun, að sérhvert atvik
hafi einhvem tilgang, sé nauðsynlegt skref á þeirri braut, sem liggur að því
þroskamarki, sem oss er ætlað að ná. [...] Minn höfuðfjandi og mesti vágestur
er, ef til vill, það, hversu örðugt ég á stundum um að neita. Teldi ég mig því
best kominn í fámenni, fjarri solli, þar sem ég gæti sökkt mér ofan í lestur
einhverra fræða. Kýs ég helst að snúa mér af alhug og óskiptum að hverju við-
fangsefni, uns leyst er.33
Fjölskyldumaðunnn
Þórarinn Björnsson bjó einn og ókvæntur á Akureyri frá því hann hóf
kennslu við Menntaskólann á Akureyri í janúar 1933 til 1946, lengst af
steinsnar frá skólanum í Eyrarlandsvegi 24, þar sem þá bjó Páll Sigur-
geirsson [1896-1982], kaupmaður frá Stóruvöllum í Bárðardal, ásamt
fjölskyldu sinni. Sonur Páls, Sverrir, lengi skólastjóri Gagnfræðaskóla
Akureyrar og áður er á minnst, ræðir um Þórarin í minningargrein og
segir hann hafa frá fyrstu kynnum verið sér eins og eldri bróðir, veitull
°g gáfaður, búinn miklu andlegu atgervi, siðrænu og vitrænu í senn.34
I sjálfslýsingu þeirri í skólastíl frá námsárunum í Gagnfræðaskól-
anum á Akureyri, sem fyrr var vitnað til, segir Þórarinn Bjömsson:
”Engi er ég nautnamaður. Vín og tóbak er mér svo fjarstætt sem helvíti
himnaríki. Nokkru nær stendur kvenfólkið. Eigi mun ég þó fyrst um
sinn hleypa því inn fyrir vébönd náms og lesturs. Því að þótt ég voni,
að seint verði ég vargur í þeim véum, þá gætu þau þó að einhverju
saurgast.“35 Þetta eru orð hins unga og óreynda manns og eins og áður
er á minnst varð honum í París starsýnt á þegar karl og kona kysstust
heitt og innilega á alfaravegi. „Varð mér starsýnt á, og hugsaði ég
margt. Skyldi ég eiga þetta eftir? Og þetta hneykslaði mig ekki. Mér