Andvari - 01.01.2005, Page 31
andvari
ÞÓRARINN BJÖRNSSON
29
Skólameistarahjónin ásamt börnum sínum á heimili sínu í skólahúsinu vorið 1960,
fv.: Björn Þórarinsson, Margrét Eiríksdóttir, Guðrún Hlín Þórarinsdóttir, Þórarinn
Björnsson.
Jónasi Jónssyni frá Hriflu til Sigurðar Guðmundssonar, dagsett 12.
október 1947, sem bregður Ijósi á pólitíska refskák þess tíma, þótt
efni bréfsins verði ekki rakið frekar hér. Vitað var að Sigurður skóla-
meistari vildi að Þórarinn tæki við af sér, enda hafði hann lengi verið
hægri hönd skólameistara. í skólaskýrslum fyrstu ár sín segir Sigurður
Guðmundsson að skólameistari hafi einn haft á hendi alla skólastjórn
°S umsjón með heimavistarnemendum.40 Þegar Þórarinn Björnsson
hafði verið kennari við skólann fimm vetur segir í skólaskýrslu að
uieð sérstöku samþykki stjórnarráðsins hafi hann [þ.e. Sigurður skóla-
meistari] notið mikilsverðrar aðstoðar Þórarins Björnssonar í skóla-
umsjón.4I Standa þessi orð í skólaskýrslum Sigurðar Guðmundssonar
UPP frá því. Örlygur Sigurðsson, sonur skólameistara, segir frá því, að
þegar faðir hans lagði inn lausnarbeiðni sína, hafi ráðherra spurt hann
ahts á því, hver eftirmaður hans ætti að verða. Hafi skólameistari þá