Andvari - 01.01.2005, Qupperneq 34
32
TRYGGVI GÍSLASON
ANDVARI
Og við skólastjórn sína beitti hann oft og einatt aðferðum, sem fáum öðrum
mundu henta. Þórarinn setti sér þegar í upphafi að stjóma skólanum í anda Sig-
urðar, og þetta var í sjálfu sér góður ásetningur. Hitt efa ég, að tveir menn geti
nokkru sinni stjómað í sama anda, allra síst á tímum örra breytinga og endur-
mats bæði í fræðilegum og siðferðilegum efnum. Þórarinn hafði, eins og fyrir-
rennari hans, mikla trú á því, að skólinn gæti siðbætt nemendur, og sennilega
er hverjum skólastjóra þessi trú nauðsynleg. En um það eru þó skiptar skoðanir,
hvort slík siðbæting geti - á þessu aldursskeiði - náð lengra en til ytra borðs-
ins, að hún geti snert kjarna persónuleikans. [...] Mér virtist Þórarinn Björns-
son ekki vera það, sem kallað er athafnamaður - ég á við þá manngerð, sem
hefir gaman af að vasast í framkvæmdum. Hann hafði meira yndi af að skilja
en framkvæma. Hann gat velt fyrir sér viðfangsefnum og séð þau frá mörgum
hliðum. En stjórnandi stórrar stofnunar getur ekki leitt hjá sér framkvæmdir.
Þetta var Þórarni Björnssyni ljóst og vann framkvæmdastörfin af sömu alúð og
annað, sem varðaði embætti hans, þótt þau væru eðli hans fjarlægari.47
Víða í skólaslitaræðum sínum ávarpar hann nýstúdenta og gefur þeim
einkunn og viðhefur þá sömu ummæli um alla, eins og Sigurður skóla-
meistari hafði gert í ræðum sínum. Ymsir nemendur tóku þetta óstinnt
upp, einkum þeir sem sátu undir ámælum sem þeir töldu sig ekki eiga
skilið. En þetta var stíll þessa tíma. „[...] ég hefi þóst finna það hjá
mörgum ykkar í vetur, ungu stúdentar, að þið vilduð vel. Fyrir það
kann skólinn ykkur einlæga þökk. En til þess að vera hreinskilinn,
verð ég þó að segja ykkur, og hafði raunar ætlað að gera það fyrr, að
einu sinni í vetur fannst mér ykkur bregðast ofurlítið bogalistin [...] og
vil ég taka það fram, að ég tala um þetta algerlega þykkjulaust og án
minnsta kala til nokkurs ykkar.“48
Við skólaslit 17. júní 1958 sagði Þórarinn Björnsson: „Talið er, að
skólum hætti nokkuð til að vekja andlyndi, og þið hafið ekki alveg
sloppið við það, stúdentar góðir. En það hefir ekki gefist ykkur vel,
og það hefir heldur ekki gefist skólanum vel, og það mun hvergi vel
gefast, því að það er í ætt við niflheim og þokuna, sem byrgir sólina.
Varið ykkur á andlyndinu. Látið það ekki spilla sólarsýn ykkar.“49
Orðin um andlyndi - mótþróa eða gagnrýni nemenda - áttu að sjálf-
sögðu ekki við um allan stúdentshópinn heldur aðeins fáa. í hópnum
vorið 1958 voru 52 stúdentar. Af þeim hlutu fimm ágætiseinkunn á
stúdentsprófi, sem aldrei hafði gerst áður í 30 ára sögu skólans - og
hefur raunar aldrei gerst síðan. Sjö úr hópnum urðu síðar kennarar við
skólann og hefur enginn árgangur, sem frá skólanum hefur farið, getið
af sér fleiri kennara en þessi árgangur, og einn úr þessum andlynda