Andvari - 01.01.2005, Síða 38
36
TRYGGVI GÍSLASON
ANDVARI
stríðsáranna sem við fyrri heimsstyrjöldina höfðu misst trú á manninn
og trú á heiminn og þegar í kjölfar kreppunnar og seinni heimsstyrj-
aldarinnar fylgdu ógnarstjómir fasista og kommúnista með kúgun og
harðýðgi snerust margir menntamenn á Islandi einnig til varnar þótt
með mismunandi hætti væri.
Sigurður skólameistari var einn í hópi þeirra menntamanna sem
snerist öndverður gegn öflum ofstækis og kúgunar. Þórarinn Björnsson
skipaði sér einnig í þann hóp sem barðist gegn kúgun og fyrir mann-
frelsi. Hann hafði auk þess alist upp í fámenni í afskekktri sveit. I æsku
horfði hann upp á sjúkleika skyldmenna sinna og lifði bestu ár ævinnar
í skugga heimskreppu og skelfinga síðari heimsstyrjaldarinnar. Hvað
eftir annað vitnaði hann líka í orð eins af gáfuðustu sonum sem Island
hefur alið, Einars Benediktssonar, sem „segir í síðasta kvæðinu í síð-
ustu bókinni sinni: „Þitt verðmæti gegnum lífið er fómin.“ Fórnin er
ein af þörfum mannssálarinnar. Lýðræðinu hættir til að gleyma því um
of. Þess vegna erum við fátækir af verðmæti fórnarinnar.“57
Að lokum fékk Þórarinn Björnsson í arf hugmyndir kalda stríðsins,
þar sem litirnir voru svart og hvítt, og mörg ár lifði hann undir kjarn-
orkuógn og ógnarjafnvægi stórveldanna tveggja í austri og vestri.
Viðhorf hans markaðist því af þessari reynslu, eins og að líkum lætur,
og orðræða hans snerist iðulega um að bæta heiminn og hann varaði
nemendur - og fólk almennt við hættunum sem alls staðar leyndust
og hann vildi „styrkja siðferðilegt vald okkar yfir sjálfum okkur [...]
og heiðarleika í samskiptum manna“.58 Þótt Þórarinn óttaðist þannig
heiminn naut hann þess að lifa og hann talaði iðulega um lífslistina.
„Það er einn meginvandi allrar lífslistar að breyta erfiðleikum í ávinn-
ing. Það er það, sem skáldið gerir, þegar það breytir þjáningum sínum
og raunum í fögur ljóð.“59 En þótt Þórarinn Bjömsson prédikaði heims-
afneitun var hann glaður og góðviljaður, hrókur alls fagnaðar í gesta-
boðum og hann varðveitti barnið í sér alla ævi. Hann kunni að gleðjast
yfir litlu, var einkar skemmtilegur í orðræðu: „hann var sterkur í því
að vera góður“, eins og Guðrún Hlín, dóttir hans, orðaði þetta eins og
hann hefði getað gert sjálfur.