Andvari - 01.01.2005, Síða 39
andvari
ÞÓRARINN BJÖRNSSON
37
Rœðumaður og stílisti
Þegar Þórarinn Bjömsson tók við starfi skólameistara eftir Sigurð Guð-
mundsson, var um það rætt að erfitt mundi honum að feta í fótspor
Sigurðar sem skólameistara, svo virtur og mikilhæfur sem hann var,
svipmikill og fylginn sér og hafði snemma orðið þjóðsagnapersóna
sem setti sterkan svip á bæjarlífið, mikilúðlegur og sérkennilegur í
•láttum. Einkum var haft á orði að erfitt mundi Þórarni að feta í fót-
spor hans sem ræðumaður, enda var Sigurður skólameistari orðlagður
•"æðuskörungur og flutti langar og efnismiklar ræður, var kjamyrtur og
forn í máli og sótti myndir og líkingar í ræður sínar í fornbókmenntir
Islendinga, enda magister í norrænum fræðum frá háskólanum í Kaup-
ftiannahöfn árið 1910, á blómaskeiði þeirra fræða á Norðurlöndum.
En í þessu sem mörgu öðru skeikar almannarómi. Þórarinn hafði
eftir komu sína til Akureyrar árið 1932 orðið eftirsóttur ræðumaður
°g fyrirlesari á fundum og samkomum vegna myndauðgi og lifandi
°g ljóðrænnar frásagnar en ekki hvað síst vegna einlægni í frásögn,
frumlegra líkinga og skarpra athugasemda og hnyttiyrða og hann opn-
aði mönnum sýn til umheimsins með reynslu sinni. Dæmi um frásagn-
arhæfileika hans og einlægni á þessum árum er frásögn frá París sem
hann flutti á árshátíð Menntaskólans á Akureyri á Jónsmessu á föstu
3- mars 1933.60
Eftir að Þórarinn varð skólameistari kom í ljós, að ræður hans - og
Þá ekki síst skólaslitaræður hans á Sal, urðu landsfrægar og til þeirra
var vitnað og ábendingar hans og umvandanir meitluðust inn í huga og
htigsun nemenda og sum orð hans urðu fleyg um allt land: „Látið ekki
•ærdóminn gera ykkur ómannleg. Þá er hann aðeins menntunarlaus
þekking. Þekkingin verður þá fyrst menntun, er hún hefur verið krufin
td mergjar af frjálsri og sjálfstæðri hugsun.“61
Eppeldi skólans á þessum tíma var arfleifð frá fyrri tíð og einkum
fólgið í því að siða nemendur, ávíta þá og refsa þeim, berja þá til
bókar, eins og gert hafði verið í klausturskólum miðalda, en síður að
umbuna og hvetja, en þessi uppeldisaðferð var hluti af hinni klassísku
skólahefð miðalda. Þórarinn skólameistari Björnsson hafði tekið þessi
viðhorf í arf frá Sigurði Guðmundssyni, eins og fleira. En Þórarinn
v&r mildari og lagði áherslu á að gefa góð ráð og vara nemendur við
lasttum sem alls staðar leyndust á veginum og brýna fyrir nemendum
þjoðfélagslega ábyrgð til að sporna gegn losi og rótleysi og hann taldi