Andvari - 01.01.2005, Page 47
andvari
ÞÓRARINN BJÖRNSSON
45
las kvæði Jónasar Hallgrímssonar. Hann greip bókina og spurði hvort
ég hefði veitt því athygli hvernig Jónasi hefði tekist í kvæðum sínum
að láta hljóðstafi tungunnar ráða lengd vísuorðanna og endurspegla
með því lengd í lýsingum kvæðanna og Þórarinn las:
Einn gengur hrútur í eynni,
Illugi Bjargi frá
dapur situr daga langa
dauðvona bróður hjá.86
„Heyrðirðu hversu langt þriðja vísuorðið verður með því að Jónas notar
hinn opna hljóðstaf a þrívegis: dapur situr daga langa - og leggur með
því áherslu á hina löngu bið Illuga eftir dauða Grettis, bróður síns.“
Þessu hafði ég ekki tekið eftir.
Það sem einkenndi Þórarin Bjömsson skólameistara sem heimspek-
ing voru frumlegar ályktanir og niðurstöður um manninn, siðferði
hans og stöðu í samfélagi manna. Ályktanir hans voru hnitmiðaðar
°g iðulega orðaðar á listrænan og ljóðrænan hátt. Þetta á tvímæla-
laust rætur að rekja til þekkingar Þórarins Bjömssonar á tungumálum,
frönsku, latínu og íslensku, og til meðferðar hans á málinu og orða-
notkun hans, leikurinn að orðunum, endurspegla oft dýpt hugsunar-
innar. Ein af setningunum úr þýðingu Þórarins Björnssonar á Litla
P>'insinum, Le petit prince, eftir franska skáldið Antoine de Saint-
Exupéry [1900-1944] sem út kom á frummálinu árið 1943, sýnir
nteðferð Þórarins á málinu þótt hugsunin sé mótuð á öðru tungumáli:
„Maður sér ekki vel nema með hjartanu. Það mikilvægasta er ósýni-
legt augunum.“87 Á frönsku hljóðar þetta þannig: „On ne voit bien
qu’avec le cœur. L’essentiel est invisible pour le yeux.íl En til þess að
sýna hnitmiðaðar ályktanir hans um stöðu okkar í samfélagi manna
verða tekin hér nokkur dæmi:
Gáfurnar hafa alltaf verið svo mikils metnar hjá okkur, að þær hafa
verið látnar afsaka ýmiskonar misgerðir. Ég met siðgæði meira en
gáfur.88
Það er skortur á siðferðilegri alvöru sem gerir ykkur grunn. Vöndug-
leikinn vekur hugsun, sem þeir óprúttnu ekki eiga. Siðferðileg alvara
er nauðsynleg til dýptar.89