Andvari - 01.01.2005, Page 48
46
TRYGGVI GÍSLASON
ANDVARI
Þjóðin er að kafna í glansumbúðum.90
Þekkingarhrokinn vísar aldrei leiðina til viskunnar.91
Einstaklingsræktin má ekki vera fólgin í því að rækta eigingirnina.92
Það er hinn uppþornaði sannleikur kommúnismans, sem nú getur ein-
ungis nærst á lífslygi.93
Heiðarleiki er ekki annað en andlegt hreinlæti.94
Það er biðin, sem gerir menn djúpa. Nú hafa engir tíma til að bíða: þess
vegna eru þeir grunnir. Menn gerjast í biðinni.95
Þeir, sem hafa ekki gefið skólanum nóg, fara fátækir héðan.96
Sögnin tilheyrir tímanum, nafnorðið rúminu.97
Við þráum hið „absoluta“, en lifum í hinu „relativa“. Ef undirstöðu
hins „absoluta“ vantar, verður byggingu hins „relativa“ hrungjarnt.
Menn komast næst því í þögn og bæn að finna hið „absoluta.98
Um leið og farið er að setja hlutina í kerfi, er byrjað að hagræða sann-
leikanum.99
Ef hreinskilni er fólgin í því að útausa sínum versta manni, þá er hún
orðin vafasöm dyggð.100
Lífið er stríð með þrá til friðar.101
Ofstækið er örþrifaráð hins veika til þess að snúa veikleika í styrk-
leika.102
Veruleiki verður að sannleika, ef hann kemst óbrenglaður gegnum
mannshugann. Sannleikur er veruleiki í orðum.103
Þegar maður nálgast það að sjá hin hinstu rök, að sjá til botns í sannleik-
anum, þá er eins og allir strengir sálarinnar ætli að bresta.104
k