Andvari - 01.01.2005, Page 49
andvari
ÞÓRARINN BJÖRNSSON
47
Menn hafa fengið vald yfir náttúrunni, áður en þeir náðu valdi yfir
sjálfum sér.105
Að lifa er að neyta þeirrar orku sem í okkur býr.106
Það er ekki sama hvernig hlustað er.107
Mig minnir, að Romain Rolland segi einhvers staðar, að raunverulega
sé ekki til nema ein tegund sannrar gleði, sköpunargleðin. Jafnvel ástin
er aðeins angi þeirrar gleði.108
Eftirmæli
Þórarinn Björnsson vann Menntaskólanum á Akureyri alla ævi af eld-
hug og ákafa sem honum var í blóð borinn og segja má að hann hafi
gefið Menntaskólanum á Akureyri sálu sína. Kennarastarfið taldi hann
sálarstarf starf sem menn verða gefa sálu sinni til þess kennslan geti
°rðið listrœnnar œttar. í kennslunni gleymdi hann þó áhyggjunum
af Öllu öðru, en það var honum oft erfitt utan kennslustunda, eins og
hann sagði og eins og hann bar iðulega með sér. Kennslan var hvíld frá
ahyggjum af erfiðu starfi skólameistarans, ekki síst á umbrotatímum
^alda stríðsins, en átök þess náðu inn fyrir veggi skólans, svo og þegar
tok að gæta vaxandi uppreisnaranda ungs fólks víða um heim, sem
^rafðist aukins frelsis og vildi bæta heiminn á sinn hátt. Síðustu ár
Þórarins Bjömssonar sem skólameistara fjölgaði nemendum mjög í
skólanum og þá tók að gæta breytinga á viðhorfi nemenda. Nemendur
^röfðust aukins frjálsræðis og tóku sér frelsi sem þeir höfðu ekki haft.
^etta olli Þórarni áhyggjum og vonbrigðum. Sem skólameistari fylgd-
lst hann með öllu, stóru og smáu: námsárangri nemenda, tímasókn
Þeirra, áhugamálum, erfiðleikum og framtíðaráformum, og hann lagði
n°tt við dag og brann að lokum upp í starfi.
A stundum hafði Margrét, kona hans, orð á því við hann að fá sér
ar>nað starf, hann gæti gert annað en stjóma skóla. Haustið 1967 átti
bverrir Páll Erlendsson, þá nemandi í efsta bekk skólans, nú íslensku-
K6nnari við Menntaskólann á Akureyri, tal við skólameistara. Sverri
áli farast svo orð: