Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.2005, Qupperneq 62

Andvari - 01.01.2005, Qupperneq 62
60 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI Húsakynni skólans á Bessastöðum voru steinhúsið sem áður var aðsetur stiftamtmanns. A neðri hæð voru tvær kennslustofur, efri- og neðribekkur, og borðstofa. Uppi á lofti var svefnstaður skólasveina. Kennarar höfðu sitt her- bergið hvor og brytinn bjó þar einnig innan veggja. Árið 1807 var hafin smíði húss á Bessastöðum, en því var aldrei að fullu lokið. Þar var aðsetur Hall- gríms Schevings alla tíð meðan skóli var á Bessastöðum. Eftir að Sveinbjörn Egilsson kvæntist setti hann saman bú á Eyvindarstöðum og gekk þaðan í skólann og Bjöm Gunnlaugsson bjó í Sviðholti eftir að hann kvæntist. Ljóst er að vegna hins takmarkaða nemendafjölda í Bessastaðaskóla mundi fljótlega verða skortur á prestum og öðrum embættismannaefnum. Að meðaltali voru sjö stúdentar brautskráðir frá skólanum á ári hverju þegar á leið. Skólavistin var dýr og skólasetrið ekki í alfaraleið. Því var það að þeir, sem numið höfðu guðfræði í Kaupmannahöfn, fengu leyfi til að kenna það námsefni sem krafist var til stúdentsprófs á Bessastöðum. Af þeim má nefna Geir biskup Vídalín, Áma Helgason, Steingrím Jónsson og Gunnlaug Oddsen. Sum árin, einkum framan af, voru fleiri braustskráðir úr heimaskóla en frá Bessastöðum, en er á leið skreið skólinn fram úr. Árið sem Bessastaða- skóli tók til starfa voru fjórir nemendur brautskráðir úr heimaskóla, en 1831 voru sjö brautskráðir frá Bessastöðum, á móti tólf úr heimaskóla. Eftir það fór heimaskólastúdentum fækkandi og sum árin voru þeir einn til tveir eða enginn. Vafalítið hefir það dregið úr heimakennslu að 1830 var aftekið að þeir sem einungis höfðu numið í heimaskóla gætu hlotið prestvígslu. Á því árabili sem Bessastaðaskóli starfaði hafði rúmlega þriðji hver stúdent numið í heimaskóla. alls 128 að tölu. I hópi þeirra voru ekki ómerkari menn en Sveinbjöm Egilsson, Þórður Sveinbjömsson, Bjöm Gunnlaugsson, Baldvin Einarsson og Jón Sigurðsson. Baldvin hafði að vísu verið í Bessa- staðaskóla um hríð en hætt þar námi sakir vanheilsu. Bessastaðastúdentar urðu alls 239. V Um 1830 urðu miklar umræður um latínuskólana í Danmörku. Þar var t.a.m. rætt um að minnka kennslu í klassískum málum. Baldvin Einarsson ritaði um skólamál í Armann á Alþingi og var þar undir áhrifum af riti um uppeldis- og skólamál eftir Laurids Engelstoft sem mjög var í anda Rousseaus. Einnig samdi Baldvin langar greinargerðir á dönsku án höfundamafns um umbætur á íslenskum skólamálum, sú elsta frá árinu 1827. Þar lýsti hann annmörkum Bessastaðaskóla, t.a.m. skorti á húsnæði. Hann vildi bæta frönsku og þýsku við þær námsgreinar sem fyrir voru og hefja kennslu í náttúrufræði, auka hús- næði skólans og hefja kennslu á háskólastigi þar sem kennd yrði guðfræði, heimspeki, læknisfræði, náttúrufræði og hag- og viðskiptafræði. Þetta nám
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.