Andvari - 01.01.2005, Síða 71
andvari
BESSASTAÐASKÓLI
69
Það fór eins og Sveinbjörn grunaði að eljuverk Hallgríms leit aldrei dags-
ms ljós. Töluvert af seðlasafni Hallgríms er að vísu varðveitt í Landsbóka-
safni og Páll stúdent Pálsson skrifaði það upp og raðaði í stafrófsröð - Lbs.
283-85 4to. Um örlög hins hlutans kvað dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður
svo að orði að miklu hefði hann „glatað sjálfur viljandi skömmu fyrir dauða
sinn“ sökum þess að honum þótti ekki nógu vel frá því gengið (Sunnanfari V
(1895), 18). Sama kemur fram í bréfi Jóns Þorkelssonar rektors til Konráðs
Gíslasonar 5. maí 1884, þar sem hann segir að engum auðnist að gera galla-
laust verk og vera fullkomlega ánægður með það og bætir svo við: „en eigi
er rétt að fara að eins og dr. Scheving, að brenna verk sín “ (Síðasti Fjölnis-
Kaðurinn, 242).
Hallgrímur Scheving andaðist á gamlársdag 1861. Þjóðólfur minntist
hans 9. janúar 1862 og komst þar svo að orði: „Það er óefað, að dr. Hallgr.
Scheving var sannr og fom íslendingr að náttúru og í allri hugsun og stefnu;
hann unni fóstrjörð sinni og túngu vorri svo heitum hugástum, að lengi má
°g mun uppi verða; og ól jafnan hreinan og viðkvæman áhuga á sönnum
Þjóðlegum framförum vorum: engi kennari getr haft móðurlegri áhuga á
soma og sönnum framförum lærisveina sinna en hann hafði, enda mun víst,
að þóað þeir sem lærðu á Bessastöðum virtu og elskuðu alla kennarana sem
Þar voru, eins og maklegt var, þá mun víst, að ást sú og virðíng, er þeir báru
hl Schevings, hafi gengið næst sonarást og sonarvirðíngu til góðs föðurs.
Hann var einstakr iðjumaðr og lærdómsmaðr, og má segja, að hann hafi
helgað alla iðju sína og æfi því tvennu: að gegna sem rækilegast embætti
sinu, og að hreinsa, upplýsa, auðga og umbæta mál vort Íslendínga, ekki með
nýgjörvíngum, tilgerð og prjáli, heldr eptir náttúrlegri rás hinnar tæru lindar
tUngu vorrar. Það er alkunnugt, að þegar fyrir 1820 var hann farinn að safna
l|l íslenzkrar orðabókar með latínskri þýðingu, og varði til þess verks öllum
stundum, enda hélt öðru hverju menn til að vinna að því. Væri það því grát-
egt, ef svo reyndist sem sagt er, að ávöxtunum af svo margra ára einstakri
astundun og iðjusemi eins hins lærðasta manns og bezta Islendíngs þessarar
aldar, hefði verið snarað á bálið að tilstuðlun eða fyrirlagi sjálfs hans.“ (Þjóð-
olfar 1862, 25-26).
Hallgrírnur var jarðaður 16. janúar 1862. Hinn 25. janúar s. á. birtist í Þjóð-
smágrein um „Handrit eptir Dr. Hallgrím Scheving.“ Þar er getið um eyði-
lagt orðabókarhandrit, „er hann hafði búið til og víst að mestu leyti fullgjört
yfír sögumálið“. Samt hafi varðveist: „nokkumveginn fullgjörð orðabók
y^fomlagamálið og máldagamálið; Íslenzk-latínsk orðabók, löguð líkt og
’’Hanski-Baden“ (Badens dansk-latínska orðabók),...„/«í/ex“ yfir orðabók
, Jdms Halldórssonar, þ. e. latínsk-íslenzkr, og þar að auki allmikið safn til
ls‘enzkrar orðabókar yfir nýja málið, að vísu margt á lausum blöðum, en
Vlða með latínskri þýðingu; handrit til latínskrar málfrœði... nokkur brot til